Náðu í appið
Home Run
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Home Run 2013

Freedom is possible

Enska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
6/10

Hafnarboltaleikmanni í efstu deild er vikið úr liðinu þegar hann veldur bílslysi undir áhrifum áfengis og er skikkaður til að undirgangast áfengismeðferð sem á eftir að breyta bæði lífi hans og þeirra sem standa honum næst. Það er hinn ágæti leikari Scott Elrod sem fer með aðalhlutverkið í þessari mynd þar sem megináherslan er lögð á... Lesa meira

Hafnarboltaleikmanni í efstu deild er vikið úr liðinu þegar hann veldur bílslysi undir áhrifum áfengis og er skikkaður til að undirgangast áfengismeðferð sem á eftir að breyta bæði lífi hans og þeirra sem standa honum næst. Það er hinn ágæti leikari Scott Elrod sem fer með aðalhlutverkið í þessari mynd þar sem megináherslan er lögð á góðan og uppbyggjandi boðskap um að það geti allir snúið af rangri braut svo framarlega sem þeir hafa trú á sjálfum sér og bæði hlusta og fara eftir góðra manna ráðum. Corey Brand er vinsæll hafnarboltaleikari hjá liði í efstu deild en hefur gert þau mistök að láta velgengni sína vaxa sér yfir höfuð. Dag einn sest hann drukkinn undir stýri og veldur í framhaldinu alvarlegu bílslysi. Þetta verður til þess að hann er rekinn úr liðinu og skikkaður í áfengismeðferð. Corey telur sig samt ekki eiga við vandamál að stríða en verður að undirgangast meðferðina ef hann ætlar sér að snúa aftur á hafnarboltavöllinn. Smám saman byrjar síðan að renna upp fyrir honum það ljós að ef hann breytir ekki sjálfur viðhorfum sínum stefnir hann rakleiðis í sama farið aftur ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn