Knife Fight
2012
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Þar sem enginn er annars bróðir í leik
100 MÍNEnska
28% Critics
26% Audience
34
/100 Paul Turner er pólitískur spunameistari
sem spilar bæði á fjölmiðla
og fólk og sér ekkert athugavert við
að reka rýtinga í bak annarra fyrir
eigin ávinning.
Hér er á ferðinni gamansöm ádeila þar
sem skyggnst er á bak við tjöldin í
bandarískri pólitík og allt látið flakka.
Rob Lowe leikur Paul Turner sem er
þekktur fyrir árangur í starfi, en það
snýst... Lesa meira
Paul Turner er pólitískur spunameistari
sem spilar bæði á fjölmiðla
og fólk og sér ekkert athugavert við
að reka rýtinga í bak annarra fyrir
eigin ávinning.
Hér er á ferðinni gamansöm ádeila þar
sem skyggnst er á bak við tjöldin í
bandarískri pólitík og allt látið flakka.
Rob Lowe leikur Paul Turner sem er
þekktur fyrir árangur í starfi, en það
snýst um að afla viðskiptavinum
atkvæða með alls kyns fjölmiðlafléttum,
klækjum og jafnvel lygavefjum sem
ganga ekki síst út á að eyðileggja
orðspor andstæðinganna. Í þeim efnum
er Paul sérlega sjóaður og eldfljótur að
koma auga á bæði styrkleika og
veikleika viðskiptavina sem og andstæðinga
sem hann getur nýtt sér við
endalausan spunann.
Kosningar eru í nánd og því er eftirspurnin
eftir mönnum eins og Paul
Turner í hámarki. Eitt af því sem hann
þarf að gæta sín á er að taka ekki að sér
verkefni fyrir andstæða póla og kannski
hefur hann færst fullmikið í fang í þetta
skipti. En leiðin út úr þeim vandræðum
Pólitísk ádeila er líka spuni ...... minna