Náðu í appið
Öllum leyfð

The Beekeeper 1986

(O melissokomos)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. nóvember 2012

122 MÍNGríska
Myndin hlaut frábærar viðtökur gagnrýenda á sínum tíma og var m.a. tilnefnd sem besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Býflugnabóndinn Spiros ferðast frá Norður-Grikklandi til Suður-Grikklands með býflugurnar sýnar til að mæta vorinu. Spiros hættir að vinna sem kennari, dóttir hans giftir sig, og hann byrjar á sinni árlegu ferð með býflugurnar sínar til að ná í hunang frá mismunandi landsvæðum. Í vörubílnum hans finnur hann unga stúlku sem hefur verið yfirgefin... Lesa meira

Býflugnabóndinn Spiros ferðast frá Norður-Grikklandi til Suður-Grikklands með býflugurnar sýnar til að mæta vorinu. Spiros hættir að vinna sem kennari, dóttir hans giftir sig, og hann byrjar á sinni árlegu ferð með býflugurnar sínar til að ná í hunang frá mismunandi landsvæðum. Í vörubílnum hans finnur hann unga stúlku sem hefur verið yfirgefin og á enga að. Spiros leyfir henni að fljóta með í einn dag, en þegar hann sér hvað hún á erfitt með að finna sér far með öðrum bílum þá leyfir hann henni að vera áfram hjá sér í bílnum. Þau hittast og skiljast að nokkrum sinnum. Seinna mun hún segja að Spiros hafi verið sá eini sem hafi nokkru sinni verið góður við hana. En tilfinningar hans eru svo heftar að hann getur ekki sýnt þær, fyrr en eldfjall byrjar að gjósa. Hann leitar ekki eftir alvarlegu sambandi fyrr en eldgosið neyðir hann til að aka vörubílnum í gegnum glervegg kaffihúss þar sem stúlkan situr. Hún fylgir honum umsvifalaust. En eftir þetta glæpsamlega atvik geta þau ekki lengur gist á hótelum. Hún var reiðubúin til þess frá upphafi að sofa hjá honum. En þegar hann kyssir hana loksins, þá ... ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.02.2024

Flugurnar þorðu ekki að stinga Statham

Jason Statham hefur nú um áratugaskeið byggt upp ímynd sem einn af hörðustu mönnum Hollywood. Statham er sannkallað hasartröll sem getur bæði látið mestu fauta finna til tevatnsins sem og risastóra forsögulega hákarla s...

12.11.2012

Persónulegri en Hollywood

Evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin 16.-25. nóvember í Bíó Paradís. Ásgrímur Sverrisson dagskrárstjóri Bíó Paradísar segir í samtali við Kvikmyndir.is að á hátíðinni sé samankominn þverskurður af...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn