Desperate Housewives 8
Öllum leyfð
Sjónvarpssería

Desperate Housewives 8 2012

Bandarísku þættina um aðþrengdu eiginkonurnar, Desperate Housewives, þekkja allir sem á annað borð horfa á sjónvarp enda nutu þeir óhemjuvinsælda. Safnið sem hér kemur út inniheldur alla áttundu og um leið síðustu þáttaröðina í þessum vinsæla sjónvarpsmyndaflokki, en þeir eru 23 talsins og á sex diskum. Í þessum lokahnykk þáttanna kemur ýmislegt... Lesa meira

Bandarísku þættina um aðþrengdu eiginkonurnar, Desperate Housewives, þekkja allir sem á annað borð horfa á sjónvarp enda nutu þeir óhemjuvinsælda. Safnið sem hér kemur út inniheldur alla áttundu og um leið síðustu þáttaröðina í þessum vinsæla sjónvarpsmyndaflokki, en þeir eru 23 talsins og á sex diskum. Í þessum lokahnykk þáttanna kemur ýmislegt í ljós sem áður var ekki á hreinu og mörg vandlega falin og grafin leyndarmál finna sér leið upp á yfirborðið. Við fylgjumst með samböndum húsmæðranna og hvernig úr þeim rætist og lærum um leið nokkrar staðreyndir úr fortíðinni sem gætu kannski skýrt atburðarásina enn betur og um leið hegðun íbúanna á Wisteria Lane ...... minna