The Frozen Ground
2012
13 ára ofsi
105 MÍNEnska
62% Critics 37
/100 Sönn saga lögreglumannsins Glenns Flothe sem einsetti sér að handsama fjöldamorðingja sem myrti á milli 18 og 25 stúlkur á árunum 1970-1983. Segja má að lögreglan í bænum Anchorage hafi vart vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar ungar stúlkur tóku að hverfa sporlaust í grennd við bæinn árið 1980. Þegar lík nokkurra þeirra fundust síðar í afskekktu... Lesa meira
Sönn saga lögreglumannsins Glenns Flothe sem einsetti sér að handsama fjöldamorðingja sem myrti á milli 18 og 25 stúlkur á árunum 1970-1983. Segja má að lögreglan í bænum Anchorage hafi vart vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar ungar stúlkur tóku að hverfa sporlaust í grennd við bæinn árið 1980. Þegar lík nokkurra þeirra fundust síðar í afskekktu skóglendi varð ljóst að fjöldamorðingi gengi laus. Eftir sem áður stóð lögreglan ráðalaus fyrst um sinn og mikil hræðsla greip um sig í bænum. Þegar hinni 17 ára gömlu Cindy Paulson tókst að sleppa frá morðingjanum þann 13. júní árið 1983 komst hins vegar skriður á málið og með hennar vitnisburði tókst lögreglumanninum Glenn Flothe að komast á spor illvirkjans, hins 44 ára Roberts Hanson. Þegar Robert var síðan handtekinn í október 1983 kom í ljós að hann hafði stundað sína miður skemmtilegu iðju í 13 ár, eða allt frá árinu 1970, og er saga hans hreint og beint ótrúleg.... minna