Hit and Run
2012
Frumsýnd: 31. ágúst 2012
Með svona vini þarf maður enga óvini
100 MÍNEnska
48% Critics 50
/100 Charlie Bronson er viðkunnanlegur náungi með þann fortíðarvanda á bakinu að hafa tekið þátt í bankaráni ásamt nokkrum félögum sínum. Charlie var ökumaðurinn og svo virðist sem félagar hans kenni honum um að þeir voru teknir. Charlie er nú á skilorði undir eftirliti lögreglumanns sem Tom Arnold leikur. Sá vill endilega fylgjast náið með sínum... Lesa meira
Charlie Bronson er viðkunnanlegur náungi með þann fortíðarvanda á bakinu að hafa tekið þátt í bankaráni ásamt nokkrum félögum sínum. Charlie var ökumaðurinn og svo virðist sem félagar hans kenni honum um að þeir voru teknir. Charlie er nú á skilorði undir eftirliti lögreglumanns sem Tom Arnold leikur. Sá vill endilega fylgjast náið með sínum manni því hann grunar að Charlie viti hvar hluti af ránsfengnum, sem kom aldrei í leitirnar, er niðurkominn. Charlie er hins vegar kominn með kærustu sem á hug hans allan og hann vill allt fyrir gera. Þegar hún segir honum að hún þurfi að mæta á mikilvægan fund í Los Angeles ákveður Charlie að aka henni þangað, jafnvel þótt það kosti brot á skilorðinu. Hann leggur því af stað með lögguna á eftir sér og ekki batnar staðan þegar fyrrverandi félagar hans og glæpanautar bætast í hópinn ...... minna