The Impossible
2012
Frumsýnd: 21. desember 2012
Ekkert er öflugra en mannsandinn
114 MÍNEnska
Á annan dag jóla árið 2004 olli jarðskjálfti í Indlandshafi gríðarlegri
flóðbylgju sem á endanum kostaði yfir 227.000 manns lífið
í 14 löndum. Hér er sögð sönn og mögnuð saga fimm manna
fjölskyldu sem upplifði þessar náttúruhamfarir.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að endurskapa atburðarásina á sem
sannastan hátt, ekki síst hvernig það... Lesa meira
Á annan dag jóla árið 2004 olli jarðskjálfti í Indlandshafi gríðarlegri
flóðbylgju sem á endanum kostaði yfir 227.000 manns lífið
í 14 löndum. Hér er sögð sönn og mögnuð saga fimm manna
fjölskyldu sem upplifði þessar náttúruhamfarir.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að endurskapa atburðarásina á sem
sannastan hátt, ekki síst hvernig það var að vera á staðnum þegar
flóðbylgjan, sem sums staðar náði yfir 30 metra hæð, skall á strandlengjunni
án nokkurrar viðvörunar.
Hjónin Henry og Maria eru ásamt sonum sínum þremur, þeim Simoni,
Thomasi og Lucasi, stödd í sumarleyfisparadís í Tælandi og hefur
bæði haft það gott og skemmt sér vel það sem af er ferðinni.
Um tíuleytið að morgni 26. desember er fjölskyldan ásamt fjölda
annarra að njóta lífsins við hótelið sem þau gista á þegar andrúmsloftið
breytist skyndilega. Einhver óáþreifanleg ógn er í lofti. Örskömmu
síðar skellur há og kraftmikil flóðbylgjan á ströndinni, tætir í sig allt sem
fyrir verður og hrífur með sér fólk og brak.
Skelfingin var nánast ólýsanleg og við tók margra mínútna lífsbarátta
þar sem hver og einn gat lítið annað gert en að reyna að komast af í
ægivaldi flóðsins. Og þegar allt var um garð gengið og flóðbylgjan
hafði sjatnað blasti lítið betra við ...... minna