Náðu í appið
Chernobyl Diaries

Chernobyl Diaries (2012)

"Experiance the Fallout"

1 klst 30 mín2012

Myndin fjallar um sex unga ferðalanga sem fá þá hugmynd að gera eitthvað alveg nýtt í stað þess að feta troðnar slóðir annarra ferðamanna.

Rotten Tomatoes18%
Metacritic32
Deila:
Chernobyl Diaries - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Myndin fjallar um sex unga ferðalanga sem fá þá hugmynd að gera eitthvað alveg nýtt í stað þess að feta troðnar slóðir annarra ferðamanna. Svo fer að þau ráða sér úkraínskan leiðsögumann sem fer með þau til hinnar yfirgefnu borgar Pripyat í Úkraínu en fólkið sem bjó þar þurfti að yfirgefa heimili sín í skyndi árið 1986 þegar einn af kjarnaofnum Tsjernobyl-kjarnorkuversins sprakk með þeim afleiðingum að banvæn geislun lagðist yfir borgina og risastórt landsvæði í kringum hana. Enginn hefur búið þarna síðan, a.m.k. ekki svo vitað sé. Eftir að hafa skoðað sig um í borginni, m.a. hvelfinguna þar sem kjarnaofninn sem sprakk hafði verið, og tími er til kominn að drífa sig aftur til baka, kemur í ljós að ungmennin og leiðsögumaðurinn komast hvorki lönd né strönd því bíll þeirra fer ekki í gang. Fljótlega er myrkur skollið á og ljóst að ferðalangarnir munu neyðast til að eyða nótt á þessum afvikna og drungalega stað. En þau eru ekki ein ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Bradley Parker
Bradley ParkerLeikstjóri

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Oren Peli / Brian Witten PicturesUS
Alcon EntertainmentUS
FilmNation EntertainmentUS
Warner Bros. PicturesUS