Wer wenn nicht wir? (2011)
If not us, who?
Byggt á áhrifamiklum sönnum atburðum á átakatíma.
Öllum leyfðSöguþráður
Byggt á áhrifamiklum sönnum atburðum á átakatíma. Í upphjafi sjöunda áratugsins hefja háskólanemarnir Gudrun Ensslin og Bernward Vesper ástríðufullt samband í hinu þrúgandi andrúmslofti Vestur-Þýskalands eftirstríðsáranna. Þau skynja að veröldin er í hröðu breytingaferli og hefja baráttu gegn meðvirkninni og afneituninni allt í kringum þau. Samband þeirra endar næstum vegna ótryggðar Bernwards, en þau ná sáttum og flytja til V-Berlínar 1964. Þar slást þau í hóp róttækra rithöfunda og aðgerðasinna og verða hluti af bylgju sem fer um veröldina. Spurt er: „Hverjir, ef ekki við? Hvenær, ef ekki núna?“ En ósætti við veröldina tekur sinn toll af erfiðu sambandi þeirra. Í lok áratugsins gengur Esslin til liðs við Andreas Baader og hreyfingu hans sem byggir á beitingu ofbeldis. Á meðan hættir Bernward geði sínu með notkun hugvíkkandi lyfja í tilraun sinni til að skrifa skáldsögu sem breytt getur heiminum…
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur


Verðlaun
Tilnefnd til Gullna Bjarnarins á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Leikstjórinn hlaut Alfred Bauer verðlaunin á sömu hátíð, og sömuleiðis Prize of the Guild of German Art House Cinemas





