Dirty Movie (2011)
National Lampoon's Dirty Movie
"Það er alltaf pláss fyrir einn enn"
Þeir sem kunna vel að meta dónabrandara fá fullan skammt af þeim í þessari mynd sem gerð er af National Lampoon-genginu, en það er þekkt...
Bönnuð innan 16 ára
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Þeir sem kunna vel að meta dónabrandara fá fullan skammt af þeim í þessari mynd sem gerð er af National Lampoon-genginu, en það er þekkt fyrir sínar ærslafullu gamanmyndir í gegnum árin. Segja má að Dirty Movie gangi bara út á einn hlut ... að fá þig til að hlæja að hverjum dónabrandaranum á fætur öðrum! Charlie LaRue er kvikmyndaframleiðandi sem hefur gengið með þann draum í maganum lengi að gera mynd um svæsnustu dónabrandara sem til eru. Í leit sinni að réttu bröndurunum, réttu leikurunum og rétta handritinu rekst Charlie á ýmsar hindranir enda er ekki hlaupið að því að velja þetta allt saman þannig að úr verði kvikmynd í fullri lengd sem inniheldur örugglega dónalegasta brandara veraldar! Það er nefnilega alltaf pláss fyrir einn enn.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar












