Náðu í appið
La passion de Jeanne d'Arc
Öllum leyfð

La passion de Jeanne d'Arc 1928

(Píslarganga Jóhönnu af Örk)

Frumsýnd: 26. desember 2011

110 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 8
/10

Myndin fjallar um réttarhöldin yfir Jóhönnu af Örk. Réttarhöldin tóku í raun marga mánuði en í myndinni gerast þau á einum degi. Kirkjuyfirvöld reyna hvað best þau geta til að fá Jóhönnu að lýsa því yfir að sýnir hennar hafi ekki komið frá Guði heldur Djöflinum. Að lokum lætur Jóhanna undan þrýstingi kirkjuyfirvalda og skrifar undir fullyrðingar... Lesa meira

Myndin fjallar um réttarhöldin yfir Jóhönnu af Örk. Réttarhöldin tóku í raun marga mánuði en í myndinni gerast þau á einum degi. Kirkjuyfirvöld reyna hvað best þau geta til að fá Jóhönnu að lýsa því yfir að sýnir hennar hafi ekki komið frá Guði heldur Djöflinum. Að lokum lætur Jóhanna undan þrýstingi kirkjuyfirvalda og skrifar undir fullyrðingar þeirra. Jóhanna áttar sig hins vegar fljótlega á því að hún hafi gert mistök og tekur yfirlýsingu sína til baka. Hún velur því dauðann fremur en að afneita sannfæringu sinni. UMSÖGN: (Af vef Deus ex cinema, texti eftir Þorkel Ágúst Óttarsson) Píslarsagan af Jóhönnu af Örk er án efa besta myndin sem gerð hefur verið um Jóhönnu af Örk og á meðal bestu kvikmynda allra tíma. Snilldin felst ekki aðeins í góðu handriti og frábærri leikstjórn, heldur einnig í góðum leik, flottri sviðsetningu og undurfagri kvikmyndatöku. Það er áhugavert að Dreyer vefur píslarsögu Jóhönnu saman við píslarsögu Krists, en hliðstæðurnar eru fjölmargar. Ein af kærunum á hendur Jóhönnu er sú fullyrðing hennar að hún sé dóttir Guðs (rétt eins og Jesús sem sagðist vera sonurinn). Um miðbik myndarinnar hæðast verðir að Jóhönnu og setja á hana kórónu úr strái og segja síðan að hún sé svo sannarlega dóttir Guðs. Þessi sena minnir óneitanlega á það þegar hæðst var að Kristi og þyrnikóróna var sett á höfuð hans. Jóhanna lýsir því yfir við réttinn að henni verði bjargað úr fangelsinu en þegar nálgast aftökuna segir hún að sigurinn sem hún hafi vísað til sé píslavættisdauði sinn. Þessi sena minnir á yfirlýsingar Jesú um að hann muni jafna musterið við jörðu og endurreisa það að þremur dögum liðnum. Samkvæmt Jóhannesarguðspjalli (2:19-22) var þessi sigur dauði hans og upprisa. Og hliðstæðurnar eru fleiri. Rétt áður en Jóhanna er bundinn við staurinn spyr hún Guð: "Mun ég verða með þér í Paradís í kvöld?" en hér vísar hún í orð Krists til ræningjans á krossinum um að hann verði með sér í paradís í dag. Yfir höfði Jóhönnu er síðan fest blað þar sem á er letraður dómur hennar (en yfirlýsing var einnig hengd yfir Jesú Krists). Þegar Jóhanna er síðan brennd er sýndur stór kross í bakgrunninum og þannig er dauði hennar beint tengdur Krossinum. Að lokum má geta þess að eftir að Jóhanna mælir sín síðustu orð "Jesús", rís almúginn upp og sakar kirkjuyfirvöld um að hafa drepið dýrling. Senan minnir um margt á dánarstund Jesú. Í Lúkasarguðspjalli (23:46-48) segir t.d.: "Þá kallaði Jesús hárri röddu: "Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!" Og er hann hafði þetta mælt gaf hann upp andann. Þegar hundraðshöfðinginn sá það er við bar vegsamaði hann Guð og sagði: “Sannarlega var þessi maður réttlátur.” Og fólkið allt sem komið hafði saman að horfa á sá nú hvað gjörðist og barði sér á brjóst og hvarf frá.” Hliðstæðurnar eru fyrst og fremst þær að bæði ákalla Guð sinn rétt áður en þau gefa upp andann og á sömu stundu átta áhorfendur sig á því að saklaus manneskja var tekin af lífi.... minna

Aðalleikarar

Handrit

Gagnrýni

Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn