Shadow Dancer
2012
Frumsýnd: 8. nóvember 2012
Collette McVeigh - Mother, Daughter, Sister, Spy.
101 MÍNEnska
Myndin hefst árið 1973. Sprengja springur einhvers staðar í Belfast
og á meðal saklausra fórnarlamba er bróðir hinnar ungu Colette
McVeigh. Harmleikurinn leiðir til þess að Colette gengur í andspyrnuhreyfinguna.
Mörgum árum síðar er Colette í London þar sem henni er ætlað að
koma fyrir sprengju á fjölförnum stað. Hún guggnar hins vegar á verkefninu,
sprengjan... Lesa meira
Myndin hefst árið 1973. Sprengja springur einhvers staðar í Belfast
og á meðal saklausra fórnarlamba er bróðir hinnar ungu Colette
McVeigh. Harmleikurinn leiðir til þess að Colette gengur í andspyrnuhreyfinguna.
Mörgum árum síðar er Colette í London þar sem henni er ætlað að
koma fyrir sprengju á fjölförnum stað. Hún guggnar hins vegar á verkefninu,
sprengjan springur ekki og Colette er í kjölfarið handtekin af
leyniþjónustunni.
Leyniþjónustumaðurinn Mac sér í þessu tækifæri. Hann ákveður að
bjóða Colette uppgjöf saka gegn því að hún snúi aftur til Belfast og
njósni þar fyrir leyniþjónustuna um aðgerðir hryðjuverkamannanna.
Að öðrum kosti verði hún dæmd til langrar fangelsisvistar.
Colette telur sig ekki hafa um neitt að velja nema taka tilboðinu, ekki síst
vegna þess að hún getur ekki hugsað sér að skilja við ungan son sinn.
En verkefnið er stórhættulegt enda vita þeir sem hryðjuverkunum
stýra að það er alltaf hætta á að njósnari sé á meðal þeirra ...... minna