Náðu í appið
Öllum leyfð

Andlit norðursins 2011

(Last Days of the Arctic)

Íslenska

Sagan segir frá ljósmyndaferli Ragnars Axelssonar, RAX, sem núna er að uppskera mikla athygli fyrir ljósmyndir sínar. Umræðan um hlýnun jarðar og breytingar á Norðurslóðum hefur nú nýverið farið að snúast að því fólki sem þar býr, en þá er ljósmyndasafn RAXA ótrúlega merkileg heimild um þá baráttu sem fólk hefur þurft að heyja þar, til þess... Lesa meira

Sagan segir frá ljósmyndaferli Ragnars Axelssonar, RAX, sem núna er að uppskera mikla athygli fyrir ljósmyndir sínar. Umræðan um hlýnun jarðar og breytingar á Norðurslóðum hefur nú nýverið farið að snúast að því fólki sem þar býr, en þá er ljósmyndasafn RAXA ótrúlega merkileg heimild um þá baráttu sem fólk hefur þurft að heyja þar, til þess eins að lifa af. Það þekkja nánast allir landsmenn ljósmyndir RAXA. Hann hefur verið einn helsti ljósmyndari Morgunblaðsins frá árinu 1979. RAXI er mikill ævintýramaður sem elskar öfgana sem felast í náttúrunni. Hann byrjaði snemma að taka myndir og hefur fyrir löngu síðan komið sér upp sérstökum stíl sem hefur vakið eftirtekt á alþjóðavísu. Eitt helsta einkenni ljósmynda RAXA er hið einstaka samspil manns og náttúru og það er einmitt það sem er hjartað í þessari mynd. RAX er mikill ævintýramaður sem elskar öfgana sem felast í samspili manns og náttúru. Í myndinni fylgjast áhorfendur með RAX nálgast viðfangsefni sín; íslenska sjómenn, bændur og hina stórkostlegu veiðmenn á Grænlandi. Við hittum fólk sem hefur þurft að berjast við óblíða náttúruna dag hvern til þess eins að lifa af í skugga loftslagsbreytinga.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn