Náðu í appið
Blue Crush 2
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blue Crush 2 2011

(Blue Crush 2 - No Limits)

Aðgengilegt á Íslandi
113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 6
/10

Unglingsstúlkan Dana er afar fær á brimbretti og nýtur sín hvergi betur en í ölduganginum fyrir utan ströndina í Malibu. Áhugann erfði hún frá móður sinni, en hún er nýlega látin, langt fyrir aldur fram. Dana hefur átt mjög erfitt með að jafna sig á missinum en ákveður loks að taka til sinna ráða til að halda áfram með lífið. Lausnin er þó ekki... Lesa meira

Unglingsstúlkan Dana er afar fær á brimbretti og nýtur sín hvergi betur en í ölduganginum fyrir utan ströndina í Malibu. Áhugann erfði hún frá móður sinni, en hún er nýlega látin, langt fyrir aldur fram. Dana hefur átt mjög erfitt með að jafna sig á missinum en ákveður loks að taka til sinna ráða til að halda áfram með lífið. Lausnin er þó ekki sú auðveldasta, því Dana ætlar að uppfylla langþráðan draum móður sinnar heitinnar um að standa á brimbretti í hinum goðsagnakennda Jeffrey‘s-flóa – í Suður-Afríku. Hún leggur því af stað til Afríku án vitundar föður síns, sem er ekki par hrifinn af brimbrettaáhuga dótturinnar, og hittir þar nokkra ferðafélaga sem eru á sömu leið. Auðvitað er gripið í brettið í hvert sinn sem tækifæri gefst, en þegar í ölduna er komið kemur í ljós að ekki eru allir jafn vingjarnlegir við hina ungu og hæfileikaríku Dönu, og samkeppnin í vatninu er hörð.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni

Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn