Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Góðir kostir, stórir gallar
The Perfect Host var ekki lengi að fagna athyglinni minni en því miður náði hún ekki svo vel að gera það út myndina. Myndin er reyndar ekkert svo löng og það er kostur sem leyfir myndinni að vera á ágætum hraða. Nokkur plot eru í gangi í myndinni en eina sem ég hafði áhuga á var boðið sjálft. Plottið með konuna var illa útskýrt og hefði annaðhvort getað verið stytt eða betra útfært. Svo voru atriðin á löggustöðinni skrítin, skrítin tónlist, skringilegar frammistöður og bara almennt skrítið.
Hinsvegar eru þessi plott mjög lítill hluti myndarinnar og flest allt gerist á heimili Warwicks. Ég ætla ekki að segja neitt meira enda er best að horfa á myndina þannig. Myndin þykist vera með góð twist eða reynir það allaveganna en málið er að þrátt fyrir að vera ófyrirsjáanleg (allavega nokkur) þá bæta þau engu við söguna og breyta ekki myndinni eins og góð twist eiga að gera. Ég verð samt að gefa myndinni plús fyrir að vera aðeins ferskari en flestar myndir og er sagan nokkuð frumleg í sjálfu sér, eða hugmyndin. Nema ég hafi misst af svona myndum...
Það sem heldur myndinni að einhverju leyti uppi eru aðalleikararnir tveir og þá sérstaklega David Hyde Pierce. Hinn leikarinn sem leikur Taylor er svo líka fínn og það er alveg hægt að líka við hann en hann hefur ekki mikið að gera þegar líður lengra í myndina. Pierce er hinsvegar að fíla sig í botn og lætur súrustu atriðin virka og jafnvel gerir þau hlægilega skemmtileg (Car Wash-atriðið). Hann selur manni karakterinn alla leið og hann heldur þessari mynd rétt svo uppi þrátt fyrir hræðilega aukaleikara, furðulega tónlist á köflum og viðburðarleysi á stöðum.
Ég get því miður ekki mælt með henni þrátt fyrir skemmtilegan aðalleikara og ferska hugmynd. Sakar samt ekki að skoða hana, gætuð fílað hana betur en ég.
5/10
The Perfect Host var ekki lengi að fagna athyglinni minni en því miður náði hún ekki svo vel að gera það út myndina. Myndin er reyndar ekkert svo löng og það er kostur sem leyfir myndinni að vera á ágætum hraða. Nokkur plot eru í gangi í myndinni en eina sem ég hafði áhuga á var boðið sjálft. Plottið með konuna var illa útskýrt og hefði annaðhvort getað verið stytt eða betra útfært. Svo voru atriðin á löggustöðinni skrítin, skrítin tónlist, skringilegar frammistöður og bara almennt skrítið.
Hinsvegar eru þessi plott mjög lítill hluti myndarinnar og flest allt gerist á heimili Warwicks. Ég ætla ekki að segja neitt meira enda er best að horfa á myndina þannig. Myndin þykist vera með góð twist eða reynir það allaveganna en málið er að þrátt fyrir að vera ófyrirsjáanleg (allavega nokkur) þá bæta þau engu við söguna og breyta ekki myndinni eins og góð twist eiga að gera. Ég verð samt að gefa myndinni plús fyrir að vera aðeins ferskari en flestar myndir og er sagan nokkuð frumleg í sjálfu sér, eða hugmyndin. Nema ég hafi misst af svona myndum...
Það sem heldur myndinni að einhverju leyti uppi eru aðalleikararnir tveir og þá sérstaklega David Hyde Pierce. Hinn leikarinn sem leikur Taylor er svo líka fínn og það er alveg hægt að líka við hann en hann hefur ekki mikið að gera þegar líður lengra í myndina. Pierce er hinsvegar að fíla sig í botn og lætur súrustu atriðin virka og jafnvel gerir þau hlægilega skemmtileg (Car Wash-atriðið). Hann selur manni karakterinn alla leið og hann heldur þessari mynd rétt svo uppi þrátt fyrir hræðilega aukaleikara, furðulega tónlist á köflum og viðburðarleysi á stöðum.
Ég get því miður ekki mælt með henni þrátt fyrir skemmtilegan aðalleikara og ferska hugmynd. Sakar samt ekki að skoða hana, gætuð fílað hana betur en ég.
5/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Magnolia Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R