Náðu í appið
Öllum leyfð

Bloodworth 2010

(Provinces of Night)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics

E.F. Bloodworth (Kris Kristofferson) hefur snúið aftur til gamla heimabæjarins í afskekktum hluta Tennessee-fylkis eftir að hafa yfirgefið hann fyrir fjörutíu árum og ekkert samband haft við fjölskyldu sína síðan þá. Eiginkonan sem hann yfirgaf er aðeins skugginn af sjálfri sér og þrír uppvaxnir synir hans eru enn reiðir út í hann fyrir að yfirgefa fjölskylduna... Lesa meira

E.F. Bloodworth (Kris Kristofferson) hefur snúið aftur til gamla heimabæjarins í afskekktum hluta Tennessee-fylkis eftir að hafa yfirgefið hann fyrir fjörutíu árum og ekkert samband haft við fjölskyldu sína síðan þá. Eiginkonan sem hann yfirgaf er aðeins skugginn af sjálfri sér og þrír uppvaxnir synir hans eru enn reiðir út í hann fyrir að yfirgefa fjölskylduna svo skyndilega fyrir svo löngu. Warren (Val Kilmer) er kvensamur alkóhólisti, Boyd (Dwight Yoakam) er bitur út í ótrúa eiginkonu sína og Brady (W. Earl Brown) er hreinlega orðinn skrýtinn. E.F. hefur eytt þessum fjörutíu árum á flakki um Bandaríkin þar sem hann hefur skapað sér feril sem kántrísöngvari, en nú er ferillinn á niðurleið, en synirnir hafa litla sem enga samúð með því. Aðeins Fleming (Reece Thompson), sonarsonur E.F., sér eitthvað gott í honum og sýnir honum einhverja virðingu, en vill í leiðinni ólmur losna undan þeirri bölvun sem hefur fylgt Bloodworth-nafninu áratugum saman, helst í örmum hinnar fögru Raven Lee (Hilary Duff).... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn