Náðu í appið
Öllum leyfð

Brekkukotsannáll 1973

(Fischkonzert )

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. febrúar 1973

167 MÍNÍslenska

Brekkukotsannáll er kvikmynd bygð á samnefndri sögu eftir Halldór Laxness. Sagan gerist í upphafi 20. aldar og er frásögn Álfgríms af afa og ömmu í Brekkukoti í Reykjavík og stórsöngvaranum Garðari Hólm. Álfgrím langar að læra að syngja og finna hinn hreina tón. Garðar virðist hafa höndlað frægðina en ekki er eins víst að hann hafi fundið tóninn... Lesa meira

Brekkukotsannáll er kvikmynd bygð á samnefndri sögu eftir Halldór Laxness. Sagan gerist í upphafi 20. aldar og er frásögn Álfgríms af afa og ömmu í Brekkukoti í Reykjavík og stórsöngvaranum Garðari Hólm. Álfgrím langar að læra að syngja og finna hinn hreina tón. Garðar virðist hafa höndlað frægðina en ekki er eins víst að hann hafi fundið tóninn hreina. Hann þiggur fé af Gúðmúnsen kaupmanni og kemst áður en lýkur að niðurstöðu: "Sá maður sem er einhvers virði eignast aldrei gimstein." Garðar Hólm verður Álfgrími að nokkru leyti fyrirmynd og hvatning uns beiskur sannleikurinn um stórstjörnuna lýkst upp fyrir honum smátt og smátt. Sagan gerist innan og utan við krosshliðið í Brekkukoti sem skilur að tvo heima. Innan krosshliðsins - í Brekkukoti - einkennist lífið af hreinlyndi, hógværð og iðni en utan þess - í Gúðmúnsensbúð - er allt hið gagnstæða og sú list sem þar á sér griðastað er ekki sönn. Hinn kyrrstæði heimur innan við krosshliðið er hins vegar á hverfanda hveli og nýr tími að halda innreið sína í Reykjavík. Brekkukotsannáll er einnig átakanleg saga um mann sem ætlar að sigra heiminn en snýr til baka sigraður. Æska Álfgríms er að vissu leyti endurtekning á æsku Georgs Hanssonar - Garðars Hólm - og líf Álfgríms kann allt eins að verða líkt og harmleikur Garðars. Álfgrími er í lófa lagið að fara að dæmi Georgs Hanssonar og taka við ávísun frá Gúðmúnsensbúð. Hann getur líka valið að hafa með sér arfleifðina úr Brekkukoti og þau gildi sem þar eru í heiðri höfð. Framtíð hans veltur á því hvorn kostinn hann kýs sér. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn