Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ömmm........ Vá!
13 Assassins er rétt um tveir tímar og það er næstum því hægt að skipta myndinni í þrjá næstum því jafn stóra hluta. Í fyrsta hlutanum eru aðstæðurnar kynntar (að ákveðinn samurai hefur fengið það verkefni að drepa bróður Shogun Japans, Naritsugu) og kynntir eru hverjir hinir ellefa munu standa með honum við átökin. Þegar um fjögurtíu mínútur eru búnar af myndinni leggur hópurinn af stað til áfangastaðarins sem þeir hafa ákveðið að aftakan mun gerast og þeir hitta þrettánda meðlim hópsins (sem, ólíkt þeim, er ekki samurai). Þegar fjögurtíu mínútur eru eftir af myndinni byrjar bardaginn, en ég mun tala vel um hann síðar í gagnrýninni.
Að mínu mati er 13 Assassins Seven Samurai okkar tíma. Báðar myndirnar fjalla um hóp af sumarai-um/ronin sem fá það verkefni að losna við annaðhvort illan mann eða illan hóp, nota talsvert af hernaðaráætlum á bak við bardagann, hefur einn eftirminnilegan karakter sem passar ekki í hópinn en sannar sig á endanum og þær eru báðar sjúklega epískar.
Bara það að ég sé að bera þessi mynd saman við Seven Samurai, ein besta og áhrifamesta mynd allra tíma, ætti að segja hversu góð 13 Assassins sé í rauninni. Hún er að sjálfsögðu ekki eins góð, en ég efast um að enginn búist við því, nema auðvitað þeir sem kvarta yfir því að SS sé svart-hvít, of löng eða fatta ekki hvað er gott við hana. Ég er hissa að það sé til þannig fólk.
Þegar kemur að svona myndum þarf annað hvort að vera mikill fókus að okkar mönnum svo maður getur tengst þeim vel eða skapa illmenni sem maður hatar svo mikið að vill að okkar mönnum takist að drepa hann. Myndin kemur strax í byrjun með mann sem ég vildi sjá vera drepinn. Naritsugu, leikinn af Gorô Inagaki, virkilega kemur með viðurstyggilegan mann, sem á sinn hátt er nokkuð áhugaverður líka. Þetta er maður sem drepur fjölskyldu til að bæta miðið sitt á boga, engin önnur ástæða.
Að búast við því að maður getur þekkt alla 13 meðlimina er eitthvað sem myndin reynir ekki að gera. Af þeim voru alls ekki margir eftirminnilegir, en þeir sem náðu því voru frekar skemmtilegir. Ég held að ég geti nefnt í mesta lagi fimm eða sex af þeim sem ég sýndi einhverja athygli að, samanborið við alla úr Seven Samurai (mismikið samt). Ég held að þeir athyglisverðustu voru leiðtoginn Shinzaemon (Kōji Yakusho) fyrir mjög góða frammistöðu, Kujūrō (Tsuyoshi Ihara) fyrir hversu öflugur hann var að slátra fólki án þess að reyna mikið á sig (svipað Kyūzō úr SS) og Koyata (Yūsuke Iseya) fyrir að vera mjög líkur Kikuchiyo úr SS, fyrir að nota mest allan tímann grjót í sverðbardaga og þar að auki er karakterinn rosalega mikill mistería, og þeir sem hafa séð myndina vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.
Þetta er fyrsta myndin sem ég hef séð frá leikstjóranum Takashi Miike (en ég hef heyrt um nokkrar) sem hefur haft mjög stóran feril á sínum tuttugu árum. Tóninn er alltaf mjög alvarlegum, Miike kemur með góðar frammistöður frá öllum leikhópnum og ekkert er sparað við útlitið.
Lokabardaginn þarf að fá sérstakt hrós og mér finnst ég næstum því vera hógvær þegar ég kalla lokabardagann, sem stoppar ekkert í 40 mínútur, einn þann besta sem gerður hefur verið. Kvikmyndatakan, "choreograph-ið" í bardaganum, hversu rosalega raunverulegur, minnugur og blóðlegur hann er, hljóðið, klippingin, atburðarásin og hversu lítið þreyttur hann verður (eða ekkert) lætur þetta vera eina bestu upplifun ársins. Hefði myndin gefið sér aðeins meiri tími í að kynna og þróa hluta af hópnum betur hefði þessi mynd fengið fullt hús stiga. Samt sem áður, hvílík upplifun.
9/10
13 Assassins er rétt um tveir tímar og það er næstum því hægt að skipta myndinni í þrjá næstum því jafn stóra hluta. Í fyrsta hlutanum eru aðstæðurnar kynntar (að ákveðinn samurai hefur fengið það verkefni að drepa bróður Shogun Japans, Naritsugu) og kynntir eru hverjir hinir ellefa munu standa með honum við átökin. Þegar um fjögurtíu mínútur eru búnar af myndinni leggur hópurinn af stað til áfangastaðarins sem þeir hafa ákveðið að aftakan mun gerast og þeir hitta þrettánda meðlim hópsins (sem, ólíkt þeim, er ekki samurai). Þegar fjögurtíu mínútur eru eftir af myndinni byrjar bardaginn, en ég mun tala vel um hann síðar í gagnrýninni.
Að mínu mati er 13 Assassins Seven Samurai okkar tíma. Báðar myndirnar fjalla um hóp af sumarai-um/ronin sem fá það verkefni að losna við annaðhvort illan mann eða illan hóp, nota talsvert af hernaðaráætlum á bak við bardagann, hefur einn eftirminnilegan karakter sem passar ekki í hópinn en sannar sig á endanum og þær eru báðar sjúklega epískar.
Bara það að ég sé að bera þessi mynd saman við Seven Samurai, ein besta og áhrifamesta mynd allra tíma, ætti að segja hversu góð 13 Assassins sé í rauninni. Hún er að sjálfsögðu ekki eins góð, en ég efast um að enginn búist við því, nema auðvitað þeir sem kvarta yfir því að SS sé svart-hvít, of löng eða fatta ekki hvað er gott við hana. Ég er hissa að það sé til þannig fólk.
Þegar kemur að svona myndum þarf annað hvort að vera mikill fókus að okkar mönnum svo maður getur tengst þeim vel eða skapa illmenni sem maður hatar svo mikið að vill að okkar mönnum takist að drepa hann. Myndin kemur strax í byrjun með mann sem ég vildi sjá vera drepinn. Naritsugu, leikinn af Gorô Inagaki, virkilega kemur með viðurstyggilegan mann, sem á sinn hátt er nokkuð áhugaverður líka. Þetta er maður sem drepur fjölskyldu til að bæta miðið sitt á boga, engin önnur ástæða.
Að búast við því að maður getur þekkt alla 13 meðlimina er eitthvað sem myndin reynir ekki að gera. Af þeim voru alls ekki margir eftirminnilegir, en þeir sem náðu því voru frekar skemmtilegir. Ég held að ég geti nefnt í mesta lagi fimm eða sex af þeim sem ég sýndi einhverja athygli að, samanborið við alla úr Seven Samurai (mismikið samt). Ég held að þeir athyglisverðustu voru leiðtoginn Shinzaemon (Kōji Yakusho) fyrir mjög góða frammistöðu, Kujūrō (Tsuyoshi Ihara) fyrir hversu öflugur hann var að slátra fólki án þess að reyna mikið á sig (svipað Kyūzō úr SS) og Koyata (Yūsuke Iseya) fyrir að vera mjög líkur Kikuchiyo úr SS, fyrir að nota mest allan tímann grjót í sverðbardaga og þar að auki er karakterinn rosalega mikill mistería, og þeir sem hafa séð myndina vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.
Þetta er fyrsta myndin sem ég hef séð frá leikstjóranum Takashi Miike (en ég hef heyrt um nokkrar) sem hefur haft mjög stóran feril á sínum tuttugu árum. Tóninn er alltaf mjög alvarlegum, Miike kemur með góðar frammistöður frá öllum leikhópnum og ekkert er sparað við útlitið.
Lokabardaginn þarf að fá sérstakt hrós og mér finnst ég næstum því vera hógvær þegar ég kalla lokabardagann, sem stoppar ekkert í 40 mínútur, einn þann besta sem gerður hefur verið. Kvikmyndatakan, "choreograph-ið" í bardaganum, hversu rosalega raunverulegur, minnugur og blóðlegur hann er, hljóðið, klippingin, atburðarásin og hversu lítið þreyttur hann verður (eða ekkert) lætur þetta vera eina bestu upplifun ársins. Hefði myndin gefið sér aðeins meiri tími í að kynna og þróa hluta af hópnum betur hefði þessi mynd fengið fullt hús stiga. Samt sem áður, hvílík upplifun.
9/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$6.000.000
Tekjur
$17.555.141
Vefsíða:
www.facebook.com/pages/13-Assassins/160048640673314
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
25. september 2011