Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Titanic II 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

100 years later, lightning strikes twice.

90 MÍNEnska

Hundrað árum eftir örlagaríka siglingu Titanic, þá fer lúxus skemmtiferðaskipið Titanic II úr höfn. Mun það hljóta sömu afdrif?

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skítahrúga í fimmta veldi
Það er ekki hægt að hata eitt framleiðslufyrirtæki meira heldur en The Asylum. Aðstandendur þar gerðu myndir eins og Transmorphers, The Day the Earth Stopped, Mega Piranha og Mega Shark vs. Giant Octopus svo einhverjar séu nefndar. Ekki skamma sjálfan þig ef þú hefur aldrei heyrt um þær.

The Asylum er einn stærsti ruslagámurinn sem til er í heiminum. Ef þú ert semi-þekktur leikari og ert farinn að finna sjálfan þig í mynd eftir þetta stúdíó, þá er hvergi hægt að fara nema upp þó svo að skömmin myndi fylgja þér alla ævi. Þetta er framleiðslufyrirtæki sem er skítsama um gæði þess efnis sem það framleiðir og snýst það eingöngu um að græða, og þá oftast með því að gera svokallaðar Mockbuster-myndir. Þær ganga út á það að blekkja hina heimskustu einstaklinga í að kaupa eitthvað sem líkist eða hljómar svipað og annað mainstream-efni sem græddi fullt af peningum. Dreamworks gerði t.d. Transformers og græðir háhýsi af seðlum, þá kemur Asylum og býr til Transmorphers, svo mestu fávitarnir halda að fyrirbærin séu eitthvað tengd.

Metnaður er aldrei lagður í myndirnar. Aldrei! Ekki einu sinni lágmarks metnaður, heldur er einungis séð til þess að hvað sem er í gangi á skjánum sé á hreyfingu. Myndirnar hafa þó alltaf sameiginleg einkenni; Söguþráðurinn skiptir aldrei neinu máli og er hann alltaf notaður sem grunnur fyrir heimskulegar hasarsenur, og hasar ásamt brellum er án efa með því kjánalegasta sem þú munt sjá á allri þinni ævi. Leikararnir leggja ekkert á sig (en hvers vegna ættu þeir svosem að gera það þegar aðstandendum er sjálfum slétt sama um verkin?) og það kemur ekki annað til mála en að handritin séu skrifuð á pizzukassa, og ég er viss um að þeir kassar voru seinast notaðir þegar framleiðendur reyktu gras og hámuðu í sig mat til að fagna því hversu heimskulega vel kompaníinu gengur stundum.

Ég sækist aldrei eftir því að horfa á þessar myndir, ekki einu sinni til að skemmta mér yfir því hversu slæmar þær eru. Bestu lélegu myndirnar eru oftast þær sem urðu þannig óviljandi, á meðan þessar myndir dóu hreinlega bara í fæðingu. Ég vil taka það sérstaklega fram að mér var manað til að horfa á Titanic II, en hún fær heiðurinn á því að vera þriðja myndin sem ég sé frá þessu ljóta fyrirtæki. Spurningin hvort hún hafi verið slæm eða ekki er algjörlega óviðeigandi. Þegar ég heyri af því að einhver nákominn mér hefur sett Asylum-mynd í DVD tækið sitt, þá kýs ég frekar að spyrja: Hversu langt náðiru áður en þig langaði til að stinga gaffli í augað á þér??

Titanic II er hingað til alls ekki versta Asylum-myndin sem ég hef séð, einfaldlega vegna þess að hún virðist ekki hafa verið skrifuð, skotin og klippt af 10 ára dreng. Við fáum heldur ekki orgíu af brellum sem líta út eins og eitthvað sem Weta hefði skitið út þó svo að þær séu nálægt því oft. Þrátt fyrir þetta fáum við heldur ekkert mikið skárra, og satt að segja hefði ég frekar viljað þennan kjánahroll fram yfir það sem ég fékk í staðinn. Myndin er bara LEIÐ-IN-LEG, punktur! Hún tekur sig svo afskaplega alvarlega að ég er byrjaður að halda að The Asylum hefur annað hvort reynt af miklum krafti að gera góða mynd með alvöru persónum, eða bara að reyna að kópera það sem þeir héldu að fólk sem elskaði “alvöru” Titanic myndina vildi fá út úr henni. Það er ekki séns að þú sért aðdáandi Cameron-myndarinnar ef þú hefur ósvikinn áhuga að sjá þessa mynd.

Þessi hörmungarmynd reynir samt ekki bara að apa eftir Titanic, heldur gerir hún líka tilraun til þess að apa eftir The Poseidon Adventure og The Day After Tomorrow. Það þarf ekki að spyrja sig um það hvernig þetta kemur allt út. Því lengra sem leið á hana (og trúið mér, hún byrjar að dragast á langinn MJÖÖÖÖG snemma) því meira fór Stopp-takkinn á fjarstýringunni að kalla mitt nafn, en þar sem ég tel mig vera sannan karlmann ákvað ég að klára áskorun mína. Mér finnst samt eins og við ættum að hafa mínútuþögn fyrir Bruce Davison. Ég trúi ekki að ég sé að nota þessi orð en hann hefði verið betur staddur í Uwe Boll-mynd. Leiðinlegt að litla hlutverkið hans í X-Men hafi verið hápunkturinn á ferlinum.

En aldrei, aldrei, aldrei sjá þessa mynd, í hvert skipti sem einhver félagi ykkar vill horfa á lélega mynd bara til að hlæja að henni, tékkið þá fyrst hvort þetta sé Asylum-mynd. Það skiptir öllu.

1/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

20.03.2012

Oren Peli og hryllingurinn í Chernobyl

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu kvikmynd framleiðandans Oren Peli, sem færði okkur hina óvæntu Paranormal Acivity, hefur ratað upp á yfirborðið. Myndin ber nafnið Chernobyl Diaries og er ekki found footage-mynd eins og flestir héldu. Myn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn