The Virginity Hit (2010)
Stewie
The Virginity Hit segir frá fjórum vinum á táningsaldri í New Orleans, þeim Matt, Zack, Jacob og Justin, en þeir eru einn af öðrum að missa sveindóminn.
Bönnuð innan 12 ára
KynlífSöguþráður
The Virginity Hit segir frá fjórum vinum á táningsaldri í New Orleans, þeim Matt, Zack, Jacob og Justin, en þeir eru einn af öðrum að missa sveindóminn. Matt er sá síðasti af þeim til að upplifa þá manndómsvígslu, en hefur verið með sömu kærustunni, Nicole, í næstum tvö ár. Ákveða þau að missa svein- og meydóminn saman á tveggja ára sambandsafmæli sínu. Zack ákveður í framhaldinu að taka „viðburðinn“ upp, ásamt öllum undirbúningi sínum, en fljótt hleypur snurða á þráðinn. Zack uppgötvar að Nicole hafði haldið framhjá honum stuttu eftir að þau byrjuðu saman, og það með háskólanema. Zack er særður eftir þessa uppgötvun og taka vinirnir saman þá ákvörðun að breyta stefnumóti þeirra í „gildru“ þar sem Zack segir henni upp strax eftir að hafa sofið hjá henni, og taka að sjálfsögðu allt upp.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur











