Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Besta myndin á hátíðinni!
Les petits moushoirs eða Hvítar Lygar er ný frönsk dramamynd sem er nú í sýningu á frönsku kvikmyndahátíðinni.
Hvítar Lygar fjallar um Parísarbúa í vinahóp. Vinirnir fara alltaf saman á hverju sumri til Suður Frakklands í mánaðarfrí. Myndin hefst á því að einn vinanna, Ludo, lendir í stórhættulegu slysi, hópurinn ákveður þó að fara án Ludo í 2 vikur suður. Í fríinu fer hver og einn í hópnum að endumeta líf sitt og allar hvítu lygar hópsins koma upp á yfirborðið.
Hvítar Lygar er virkilega góð frönsk mynd. Hún er dramatísk en brandararnir í henni létu allan salinn hlæja upphátt. Maður hlær og grætur til skiptis yfir myndinni. Leikararnir standa sig vel og virka mjög sannfærandi sem gamall vinahópur, en meðal leikara er Marion Cotillard.
Eini galli myndarinnar er lengdin, hún er tveir og hálfur tími að lengd og með engu hléi er það dálítill tími. En lengdin er góð uppá það að maður kynnist persónunum mjög vel.
Þetta er besta myndin sem ég hef séð á kvikmyndahátíðinni, ég mæli eindregið með henni, fólk ætti endilega að skella sér á hana á meðan á hátíðinni stendur.
Les petits moushoirs eða Hvítar Lygar er ný frönsk dramamynd sem er nú í sýningu á frönsku kvikmyndahátíðinni.
Hvítar Lygar fjallar um Parísarbúa í vinahóp. Vinirnir fara alltaf saman á hverju sumri til Suður Frakklands í mánaðarfrí. Myndin hefst á því að einn vinanna, Ludo, lendir í stórhættulegu slysi, hópurinn ákveður þó að fara án Ludo í 2 vikur suður. Í fríinu fer hver og einn í hópnum að endumeta líf sitt og allar hvítu lygar hópsins koma upp á yfirborðið.
Hvítar Lygar er virkilega góð frönsk mynd. Hún er dramatísk en brandararnir í henni létu allan salinn hlæja upphátt. Maður hlær og grætur til skiptis yfir myndinni. Leikararnir standa sig vel og virka mjög sannfærandi sem gamall vinahópur, en meðal leikara er Marion Cotillard.
Eini galli myndarinnar er lengdin, hún er tveir og hálfur tími að lengd og með engu hléi er það dálítill tími. En lengdin er góð uppá það að maður kynnist persónunum mjög vel.
Þetta er besta myndin sem ég hef séð á kvikmyndahátíðinni, ég mæli eindregið með henni, fólk ætti endilega að skella sér á hana á meðan á hátíðinni stendur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$48.531.470
Vefsíða:
www.lespetitsmouchoirs-lefilm.com
Útgefin:
16. júní 2011