Les petits mouchoirs
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er ljótt orðbragð
GamanmyndDrama

Les petits mouchoirs 2010

(Hvítar lygar, Little White Lies)

7.1 22286 atkv.Rotten tomatoes einkunn 41% Critics 7/10
154 MÍN

Árlega býður veitingahúsaeigandinn Max og kona hans Véro góðum hópi vina í sumarhús sitt til að fagna afmæli eins úr hópnum. Þetta árið, áður en þau yfirgefa París, lendir vinur þeirra Ludo í alvarlegu slysi sem orsakar dramatíska atburðarás. Hópurinn ákveður að halda förinni áfram eins og áformað var en slysið verður til þess að hulunni er... Lesa meira

Árlega býður veitingahúsaeigandinn Max og kona hans Véro góðum hópi vina í sumarhús sitt til að fagna afmæli eins úr hópnum. Þetta árið, áður en þau yfirgefa París, lendir vinur þeirra Ludo í alvarlegu slysi sem orsakar dramatíska atburðarás. Hópurinn ákveður að halda förinni áfram eins og áformað var en slysið verður til þess að hulunni er svipt af vandamálum sem sópað hefur verið undir teppið. Brátt kemur sannleikurinn í ljós og þau verða loks að viðurkenna allar hvítu lygarnar.... minna

Aðalleikarar

François Cluzet

Max Cantara

Benoît Magimel

Vincent Ribaud

Valérie Bonneton

Véronique Cantara

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Besta myndin á hátíðinni!
Les petits moushoirs eða Hvítar Lygar er ný frönsk dramamynd sem er nú í sýningu á frönsku kvikmyndahátíðinni.

Hvítar Lygar fjallar um Parísarbúa í vinahóp. Vinirnir fara alltaf saman á hverju sumri til Suður Frakklands í mánaðarfrí. Myndin hefst á því að einn vinanna, Ludo, lendir í stórhættulegu slysi, hópurinn ákveður þó að fara án Ludo í 2 vikur suður. Í fríinu fer hver og einn í hópnum að endumeta líf sitt og allar hvítu lygar hópsins koma upp á yfirborðið.

Hvítar Lygar er virkilega góð frönsk mynd. Hún er dramatísk en brandararnir í henni létu allan salinn hlæja upphátt. Maður hlær og grætur til skiptis yfir myndinni. Leikararnir standa sig vel og virka mjög sannfærandi sem gamall vinahópur, en meðal leikara er Marion Cotillard.

Eini galli myndarinnar er lengdin, hún er tveir og hálfur tími að lengd og með engu hléi er það dálítill tími. En lengdin er góð uppá það að maður kynnist persónunum mjög vel.

Þetta er besta myndin sem ég hef séð á kvikmyndahátíðinni, ég mæli eindregið með henni, fólk ætti endilega að skella sér á hana á meðan á hátíðinni stendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn