Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Romantic
Góð mynd. Fjallar um vinskap, ást og harmleik. Katie Holmes sýnir frábæran leik. Hún skipar aðalhlutverk myndarinnar. Maður hefur oftast séð hana leika aukahlutverk í myndum, s.s. í Batman begins og Wonder Boys. Josh Duhamel leikur einnig stórt hlutverk. Þegar ég frétti að hann léki í myndinni vissi ég ekki hvað ég ætti að halda. Heldur mikill b-leikari út frá því sem ég hef séð, þ.e. Las Vegas þættirnir og Transformers. Hann kemst samt alveg hjá og er fínn. Adam Brody úr O.C. er mjög góður sem og Malin Akerman úr Watchmen. Anna Paquin, sem brúðurin er frekar óþolandi, en ég held að það sé frekar vegna þess að persóna hennar á að vera frekar pirrandi heldur en að það sé leikkonunni að kenna. Handrit myndarinnar er mjög gott, sagan er fín en það er leikframmistaða leikaranna sem gerir myndina áhugaverða. Ég gæti séð fyrir mér að mörg atriði yrðu notuð í framtíðinni í hinum ýmsu leiklistarskólum sem kennsluefni.
Myndin er einkar góð, vel gerð og ég mæli eindregið með henni.
Góð mynd. Fjallar um vinskap, ást og harmleik. Katie Holmes sýnir frábæran leik. Hún skipar aðalhlutverk myndarinnar. Maður hefur oftast séð hana leika aukahlutverk í myndum, s.s. í Batman begins og Wonder Boys. Josh Duhamel leikur einnig stórt hlutverk. Þegar ég frétti að hann léki í myndinni vissi ég ekki hvað ég ætti að halda. Heldur mikill b-leikari út frá því sem ég hef séð, þ.e. Las Vegas þættirnir og Transformers. Hann kemst samt alveg hjá og er fínn. Adam Brody úr O.C. er mjög góður sem og Malin Akerman úr Watchmen. Anna Paquin, sem brúðurin er frekar óþolandi, en ég held að það sé frekar vegna þess að persóna hennar á að vera frekar pirrandi heldur en að það sé leikkonunni að kenna. Handrit myndarinnar er mjög gott, sagan er fín en það er leikframmistaða leikaranna sem gerir myndina áhugaverða. Ég gæti séð fyrir mér að mörg atriði yrðu notuð í framtíðinni í hinum ýmsu leiklistarskólum sem kennsluefni.
Myndin er einkar góð, vel gerð og ég mæli eindregið með henni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Benaroya Pictures
Kostaði
$4.500.000
Tekjur
$123.820
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
11. mars 2011
Útgefin:
16. júní 2011