Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Cold Souls 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A soul searching comedy.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Paul, leikari sem er að búa sig undir hlutverk Vanya frænda í leikhúsi á Broadway, er þjakaður af lífsleiða. Umboðsmaður hans segir honum frá fyrirtæki þar sem hann getur sett sál sína í geymslu. Paul fer með sálina, en kemst að því að það að vera sálarlaus hjálpar honum hvorki sem leikara, né heldur í hjónabandinu. Hann fer því til baka og leigir... Lesa meira

Paul, leikari sem er að búa sig undir hlutverk Vanya frænda í leikhúsi á Broadway, er þjakaður af lífsleiða. Umboðsmaður hans segir honum frá fyrirtæki þar sem hann getur sett sál sína í geymslu. Paul fer með sálina, en kemst að því að það að vera sálarlaus hjálpar honum hvorki sem leikara, né heldur í hjónabandinu. Hann fer því til baka og leigir sál rússnesks skálds í tvær vikur. Leikur hans batnar við þetta, en eiginkona sér á honum breytingu. Hann sér hluta af lífi sálarinnar sem hann leigði, og nú er hann þjakaður af sorg. Hann vill fá sína eigin sál aftur til baka. En það er ekki svo einfalt. Hún er í St. Petersburg í Rússlandi. Með hjálp Ninu, Rússa sem flytur sálir milli landa, þá ákveður hann að gera hvað hann getur að endurheimta sálina. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Góð mynd, tómur endir.
Þessi mynd kemur frá leikstjóranum Sophie Berthes sem er að leikstýra sína fyrstu mynd að fullri lengd, fyrir það gerði hún tvær stuttmyndir.Þetta er mjög fínt fyrir fyrsta mynd að fullri lengd, og næstum því frábær.Allt sem hún hefur gert er leikstýrt og skrifað eftir henni og eftir það sem sýnist hafa allar myndir sem hún hefur gert haft einhvern ákveðinn "Charlie Kaufman"-leika í þeim, til dæmis stuttmyndin "Happiness" fjallar um heim þar sem fólk getur keypt hamingju eins og maður kaupir kaffi útí kaffihús.

Cold Souls er reyndar um allt annað, Cold Souls fjallar um Paul Giamatti(já, hann er að leika sjálfna sig) sem er í vandræði við að leika hlutverkið sitt í rússnenska leikritinu "Uncle Vanya" þangað til að hann kemst að því að hann getur lfjarlægt og geymt og sálini sinni, í von um að hann geti einbeitt sér betur að hlutverkinu sínu í leikritinu lætur hann fjarlægja sálini sinni, en í staðin lendir sálin hans í svarta rússnenska markaðinn og með því þarf hann að fara í gegnum margt til þess að fá hana til baka.
Svoleiðis hugmyndir er eitthvað sem er auðvelt og skemmtilegt að vinna handriti úr og Sophie Berthes gerir það ágætlega í þessari bíomynd.

Leikararnir í þessari mynd eru ekki heldur á verri kantinum, Paul Giamatti(sem Paul Giamatti),Emily Watson(úr Breaking Waves) og David Strathairn(Good night and Good Luck), restin af leikurunum eru kannski ekki jafn vel þekktir en Dina Korzum lék sitt hlutverk fáranlega vel, allveg eins og Paul Giamatti, enda hlutverk sem hann er vanur að leika en maður tekur eftir því að hann leggur sig í hlutverkið.

Húmorinn í þessari er mjög góður hvort sem það sé í samræðum eða í aðstæður sem skapast í kringum það þegar einhver er búinn að láta fjarlægja sálini sinni eða að hún sé komin á svarta markaðinn.
Það eina kannski í sem leit kannski ekki út fyrir að vera eins vel skrifað var endirinn, mér leið eins og það vantaði eitthvað meira eða að minnsta kosti gefa fleiri útskýringar.
Annað en það þá var þessi mynd mjög skemmtileg að horfa á og ég mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn