Náðu í appið
Charlie & Boots

Charlie & Boots (2009)

1 klst 41 mín2009

Charlie & Boots er gamanmynd sem segir frá feðgunum Charlie (Paul Hogan) og Boots (Shane Jacobson).

Rotten Tomatoes58%
Deila:
7 áraBönnuð innan 7 ára

Söguþráður

Charlie & Boots er gamanmynd sem segir frá feðgunum Charlie (Paul Hogan) og Boots (Shane Jacobson). Boots ákveður óforvendis einn daginn að ná í föður sinn og fara með hann í ferð frá heimabæ þeirra í Viktoríuríki Ástralíu til nyrsta odda landsins, Cape York. Síðustu ár hefur samband þeirra verið mjög stirt og þeir fjarlægst hvorn annan verulega, en þegar Grace, móðir Boots og kona Charlies, deyr, ákveður Boots að reyna að endurvekja samband sitt við föður sinn. Stefnan er tekin á að láta Charlie uppfylla gamalt loforð sitt við son sinn: að veiða saman út af nyrsta odda Ástralíu. Þeir leggja því saman af stað í gömlum Holden-bíl Boots, en ferðin reynist löng og ströng þar sem ýmislegt getur komið upp á, auk þess sem þeir feðgar eiga afar erfitt með að umbera hvorn annan í fyrstu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Chris Humphreys
Chris HumphreysLeikstjórif. 1970
Gerard Plunkett
Gerard PlunkettHandritshöfundur

Framleiðendur

Instinct Entertainment
Screen AustraliaAU
Film VictoriaAU
Showtime AustraliaAU
Eden Rock MediaUS