Náðu í appið
Ramona and Beezus

Ramona and Beezus (2010)

"A Little Sister Goes A Long Way."

1 klst 43 mín2010

Ævintýri þriðja bekkingsins Ramonu (Joey King) og eldri systur hennar Beezus (Selena Gomez) lifna við á hvíta tjaldinu eftir að hafa slegið í gegn í metsölubókum Beverly Cleary.

Rotten Tomatoes71%
Metacritic56
Deila:
Ramona and Beezus - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Streymi
Disney+

Söguþráður

Ævintýri þriðja bekkingsins Ramonu (Joey King) og eldri systur hennar Beezus (Selena Gomez) lifna við á hvíta tjaldinu eftir að hafa slegið í gegn í metsölubókum Beverly Cleary. Öflugt ímyndunarafl Ramonu, óþreytandi kraftur og hennar ótrúlegi hæfileiki við að koma sér í klandur eða valda einhverjum slysum heldur vinum og vandamönnum hennar á tánum. En það eru einmitt þessir barnslegu og fjörugu eiginleikar sem koma henni að góðum notum þegar hún einsetur sér að bjarga heimili Quimby fjölskyldunnar. Eftir að brotinn er niður veggur til að byggja nýtt herbergi við húsið missir faðir þeirra systra (John Corbett) vinnuna. Ramona heyrir samtal foreldra sinna um yfirvofandi peningavanda þeirra og ákveður að selja límonaði og þrífa bíla til að safna fjár. Þetta, eins og svo margt annað í lífi Ramonu endar með ósköpum, en hver getur staðist sjarma þessa litla hrakfallabálks?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Dianne Wiest
Dianne WiestHandritshöfundur
Nick Pustay
Nick PustayHandritshöfundur

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Dune EntertainmentUS
Di Novi PicturesUS