Náðu í appið
Öllum leyfð

Miracle on 34th Street 1947

The Man behind the Miracle is bringing you laughter, tenderness, joy such as you heart has never known before!

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 88
/100

Þegar góður eldri maður sem segist vera Jólasveinninn er settur á hæli og stimplaður geðveikur, þá ákveður ungur lögfræðingur að verja hann, og halda því fram að hann sé hinn eini sanni Jólasveinn.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skemmtileg og smávegis frumleg
Af þeim jólamyndum sem ég hef séð, þá er Miracle On 34th Street með þeim frumlegustu, að minnsta kosti af þeim sem fjalla um jólasveininn. Myndin er fyndin, skemmtilegt, hefur frábært flæði og vekur upp spurninguna hvortt það sé gott fyrir börn að trúa á eitthvað sem ekki er til, eða ekki.

Aðalleikararnir fjórir standa sig mjög vel. Marureen O'Hara og John Payne eru góð, Natalie Wood er frábær sem sem dóttir O'Hara sem byrjar að fá efasemdir yfir því sem hún trúir á. En Edmund Gween er sá sem stendur sig best. Hann sýnir mikinn lit og persónuleika við karakterinn sinn (Kris Kringle, Jólasveinninn) og hef aldrei séð betri túlkun á jólasveininum. Hann er meira en bara glaður, feitur maður með skegg. Hann er fágaður, vingjarnlegur en hefur sín mörk og er ekki feiminn við að sýna sitt álit, sama hvað getur komið fyrir hann.

Handritið er vel skrifað, þétt og flæðir vel, jafnvel fyrir mynd sem er ekki meira en 90 mínútur. Réttarhaldaatriðið (já, jólasveininn er færður til réttarhalda yfir hvort hann sé í raun jólasveinninn) er sérstaklega gott þegar kemur að handritinu. Myndin sýnir líka ekki að fólkið virkilega trúir því að jólasveininn sé til, þau segja að hann sé til svo að von barna halda áfram og að orðstýr þeirra muni ekki eyðileggjast (og á þetta mest við dómara málsins og eiganda verslunarmiðstöðvar).

Það eru samt tveir hlutir sem hafa ekki elst vel við þessa mynd. Lausnin sem myndin kemur með hefur elst hræðilega (og eitt af því mjög fáa sem endurgerðin bætti) og rómantíkin á milli John Payne og Maureen O'Hara er hræðilega óþróuð. Þetta virkaði kannski fyrir mynd frá árinu 1947, en núna vantar smá trúverðugleika á milli þeirra.

Miracle On 34th Street er skylda að sjá allavega einu sinni í kringum jólin. Ég sá hana í maí á þessu ári og hún kom mér í gott jólaskap.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

21.12.2010

Við teljum niður í jólin: Uppáhalds jólamynd Íslendinga - #4

Nú förum við að nálgast niðurstöðu í því hver uppáhalds jólamynd Íslendinga er, enda stutt í jólin sjálf. Listinn hefur komið ýmsum á óvart en fjölbreytnin hefur verið ráðandi til þessa, sem þýðir að Íslendin...

20.12.2010

Við teljum niður í jólin: Uppáhalds jólamynd Íslendinga - #5-7

Áfram höldum við að telja niður í uppáhalds jólamynd Íslendinga samkvæmt könnun sem var haldin hér á vefnum í nóvember. Í dag koma inn heilar þrjár myndir, þar sem undirritaður átti í listrænum ágreiningi við tölv...

Svipaðar myndir

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn