Náðu í appið

The Blood of the Rose 2009

(Blóð rósarinnar)

90 MÍNEnska

Þessi magnaða mynd segir frá ótrúlegu lífshlaupi og hræðilegum dauðdaga kvikmyndagerðarmannsins og umhverfisverndarsinnans Joan Root. Myndin fjallar jafnframt um baráttu hennar fyrir því að bjarga Naivasha vatninu í Kenía. Myndin er ævisöguleg en varpar einnig fram spurningunni um hver drap Joan Root.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Heimildarmynd um morð á hvítri konu í Afríku. Mér fannst þetta vera dæmi um hvernig heimildarmyndir eiga að vera. Kynna aðstæður án þess að vera með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um sannleikann. Grafa dýpra ofan í bakgrunninn. Skoðar allar mögulegar hliðar. Og í endann leyfir hún áhorfandanum að koma með sínar eigin hugmynd byggða á þeim staðreindum sem voru færðar fram.

Dæmi um myndir sem gera þetta ekki eru Bowling for Columbine og An Inconvenient Truth. Sem eru ágætis myndir en þær gera samt ekkert til að sýna hina hliðina á málinu. Í raun gera þær þver öfugt og gera allt sem þær geta til að fela hina hlið málsins og teigja sannleikann til að koma sinni skoðun á framfæri.

En að myndinni. Myndin segir frá konu sem hefur lifað allt sitt líf í Afríku, hún og maðurinn hennar voru frumkvöðlar í heimildarmyndagerð um dýralífið í Afríku. Á seinni árum sínum einbeitti hún sér að umhverfisvernd. Hrottalegt morð hennar er aldrei upplýst og við reynum að komast að því hver er sekur.

Mjög góð mynd, áhugavert umhverfi sem konan lifir í. Ólíkt öllu sem við þekkjum hér á Íslandi. Og núna verður gaman að sjá hvort þau geri leikna mynd byggða á þessum atburðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.09.2010

Tvær góðar og ein leiðinleg á RIFF

Eysteinn Guðni Guðnason, einn af stjórnendum hér á kvikmyndir.is, skrifar hér á síðuna um valdar myndir á RIFF hátíðinni sem nú stendur sem hæst. Eysteinn er búinn að skrifa um einar þrjár myndir. Fyrst ber að nefna myn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn