Yogi Bear
2010
(Jógi Björn)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 11. febrúar 2011
Life's a pic-a-nic.
80 MÍNEnska
Jógi og Bóbó búa í Jellystone-þjóðgarðinum og finnst fátt skemmtilegra en að nappa nestiskörfum af grandalausum gestum í útilegum.
Þjóðgarðsvörðurinn Smith reynir hvað hann getur til að stöðva Jóga og Bóbó í þessum prakkaraskap sínum, en gengur illa. Á sama tíma kemst borgarstjórinn Brown að því að borgin
er í miklum fjárhagskröggum og þarf... Lesa meira
Jógi og Bóbó búa í Jellystone-þjóðgarðinum og finnst fátt skemmtilegra en að nappa nestiskörfum af grandalausum gestum í útilegum.
Þjóðgarðsvörðurinn Smith reynir hvað hann getur til að stöðva Jóga og Bóbó í þessum prakkaraskap sínum, en gengur illa. Á sama tíma kemst borgarstjórinn Brown að því að borgin
er í miklum fjárhagskröggum og þarf að finna lausn á því vandamáli sem fyrst.
Hann ákveður að sú lausn felist í stórfelldu skógarhöggi í Jellystoneþjóðgarðinum
og er garðinum lokað svo skógarhöggið geti hafist
sem fyrst. Nú horfa Jógi og Bóbó, ásamt þjóðgarðsverðinum Smith og heimildarmyndagerðarkonunni Rachel, fram á að heimili þeirra sé í hættu og taka þau höndum saman um að bjarga garðinum frá
sorglegum örlögum, en til þess þurfa þau grípa til óvenjulegra aðgerða...... minna