The Other End of the Line
2008
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Two countries. Two cultures. One chance at love.
106 MÍNEnska
35% Critics 40
/100 Við kynnumst hér hinni indversku Pryiu sem vegna enskukunnáttu sinnar fær vinnu hjá indversku símafyrirtæki við að svara fyrirspurnum frá viðskiptavinum bandarísks netbanka. Dag einn hringir í hana viðskiptavinur að nafni Granger en hann hefur orðið fyrir því að kreditkorti hans hefur verið lokað. Með eftirgrennslan kemst Pryia að því að ástæða lokunarinnar... Lesa meira
Við kynnumst hér hinni indversku Pryiu sem vegna enskukunnáttu sinnar fær vinnu hjá indversku símafyrirtæki við að svara fyrirspurnum frá viðskiptavinum bandarísks netbanka. Dag einn hringir í hana viðskiptavinur að nafni Granger en hann hefur orðið fyrir því að kreditkorti hans hefur verið lokað. Með eftirgrennslan kemst Pryia að því að ástæða lokunarinnar er sú að viðvörunarkerfi bankans taldi nokkrar úttektir af kortinu vera grunsamlegar. En óttinn við svik var byggður á misskilningi og eftir smástund tekst Pryiu að leysa málið og opna kortið á ný. Þetta leiðir til þess að þau Granger og Pryia fara að tala meira saman og Granger, sem veit ekki betur en að Pryia sé í San Francisco, biður hana að lokum að hitta sig í borginni. Og Pryia ákveður þó að láta slag standa og fljúga út í óvissuna ... ... minna