Aðalleikarar
Handrit
Lítill söguþráður en bætir fyrir það
Bambi var síðasta teiknimyndin frá Disney í fullri lengd á gullöld teiknimyndanna. Það tók langan tíma fyrir fyrirtækið að bæta sig frá þessari, en það segir samt ekki mikið því ég hef aldrei verið mjög mikið fyrir Bamba.
Ég sá þessa mynd ekki ungur þannig að eitt ákveðið atriði í myndinni sem oft er talið vera með því sorglegasta frá upphafi í kvikmyndum, hafði aldrei stór áhrif á mig. Mér líður t.d. mun verr þegar ég horfi á Dumbo samanborið við þessa.
En þrátt fyrir að mér finnst myndin vera smávegis ofmetin, þá er hún samt frekar góð. Þrátt fyrir að hafa rosalega mikið af tilgangslausum atriðum leiddist mér ekki yfir þeim. Þau fara samt á endanum að verða of mörg. Ég hef til dæmis aldrei skilið atriðið þegar byrjar að rigna.
Á meðan Bambi er fínn karakter, þá hef ég alltaf mjög mikið gaman af Thumper, með sinn rosalega suðræna hreim, og uglunni sem kemur aðeins nokkrum sinnum fram í myndinni en nær alltaf að fanga athygli manns (sérstaklega þegar hann talar um "hættur" vorsins). Flestir aðrir karakterar eru bara þarna án þess að gera neitt mikið, eins og Flower og Faline.
Tæknilegu svið myndarinnar (tónlistin, hreyfimyndagerðin) eru standard fyrir sinn tíma. Hljóðið í heild sinni er reyndar mjög gott samanborið við hinar gullaldarmyndarinnar, enda fékk myndin tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir það.
Vegna þess að ég sá myndina ekki ungur þá varð ég ekki nærri því eins sorgmæddur og aðrir sem sáu þessa mynd ungir yfir einu ákveðnu atriði (sem ég mundi giska að allir vita hvað er). Eina sem ég pældi í er af hverju Disney ákvað að hafa fugla að syngja og baða sig í næsta atriði með rosalega jolly tónlist undir. Ég veit reyndar að þetta var gert svo að fyrra atriðið væri ekki of þunglyndislegt en mér fannst þetta vera aðeins of mikil breyting (ímyndið ykkur bara hvernig þetta hefði litið út hefði þetta líka verið gert við aðrar myndir eins og t.d. Lion King).
Ég mundi gefa þessari mynd 6, en hækka hana um einn út af klæmaxinu, þegar veiðimennirnir koma í skóginn, sem er langbesti hluti myndarinnar. Ég elska hversu alvörugefinn hann er, hversu spennandi hann er, hvernig þetta er sýnt eins og innrás frá miklu öflugra valdi heldur en dýrin og hvernig hann vinnur sig að endanum, en maður líður ágætlega vel yfir honum. Þessi mynd hefur samt ekki anti-veiðimanna skilaboð enda var Disney smávegis veiðimaður, samkvæmt mínum heimildum.
7/10
Bambi var síðasta teiknimyndin frá Disney í fullri lengd á gullöld teiknimyndanna. Það tók langan tíma fyrir fyrirtækið að bæta sig frá þessari, en það segir samt ekki mikið því ég hef aldrei verið mjög mikið fyrir Bamba.
Ég sá þessa mynd ekki ungur þannig að eitt ákveðið atriði í myndinni sem oft er talið vera með því sorglegasta frá upphafi í kvikmyndum, hafði aldrei stór áhrif á mig. Mér líður t.d. mun verr þegar ég horfi á Dumbo samanborið við þessa.
En þrátt fyrir að mér finnst myndin vera smávegis ofmetin, þá er hún samt frekar góð. Þrátt fyrir að hafa rosalega mikið af tilgangslausum atriðum leiddist mér ekki yfir þeim. Þau fara samt á endanum að verða of mörg. Ég hef til dæmis aldrei skilið atriðið þegar byrjar að rigna.
Á meðan Bambi er fínn karakter, þá hef ég alltaf mjög mikið gaman af Thumper, með sinn rosalega suðræna hreim, og uglunni sem kemur aðeins nokkrum sinnum fram í myndinni en nær alltaf að fanga athygli manns (sérstaklega þegar hann talar um "hættur" vorsins). Flestir aðrir karakterar eru bara þarna án þess að gera neitt mikið, eins og Flower og Faline.
Tæknilegu svið myndarinnar (tónlistin, hreyfimyndagerðin) eru standard fyrir sinn tíma. Hljóðið í heild sinni er reyndar mjög gott samanborið við hinar gullaldarmyndarinnar, enda fékk myndin tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir það.
Vegna þess að ég sá myndina ekki ungur þá varð ég ekki nærri því eins sorgmæddur og aðrir sem sáu þessa mynd ungir yfir einu ákveðnu atriði (sem ég mundi giska að allir vita hvað er). Eina sem ég pældi í er af hverju Disney ákvað að hafa fugla að syngja og baða sig í næsta atriði með rosalega jolly tónlist undir. Ég veit reyndar að þetta var gert svo að fyrra atriðið væri ekki of þunglyndislegt en mér fannst þetta vera aðeins of mikil breyting (ímyndið ykkur bara hvernig þetta hefði litið út hefði þetta líka verið gert við aðrar myndir eins og t.d. Lion King).
Ég mundi gefa þessari mynd 6, en hækka hana um einn út af klæmaxinu, þegar veiðimennirnir koma í skóginn, sem er langbesti hluti myndarinnar. Ég elska hversu alvörugefinn hann er, hversu spennandi hann er, hvernig þetta er sýnt eins og innrás frá miklu öflugra valdi heldur en dýrin og hvernig hann vinnur sig að endanum, en maður líður ágætlega vel yfir honum. Þessi mynd hefur samt ekki anti-veiðimanna skilaboð enda var Disney smávegis veiðimaður, samkvæmt mínum heimildum.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Joe Roberts, James Algar, Wesley Snipes, Graham Heid, Bill Roberts, Paul Satterfield
Handrit
Framleiðandi
RKO Radio Pictures
Kostaði
$858.000
Tekjur
$267.447.150
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Útgefin:
10. mars 2011
Bluray:
10. mars 2011