Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frábær mistök?
Það er margt hægt að segja um Edward Wood og myndir hans, en eitt er víst ekki. Það er ómögulega hægt að halda því fram að þær hafi heppnast vel. En slæm mynd getur sjálfsagt verið góð, fyrir það eitt að vera slæm. Myndir Wood's setja hins vegar nýtt viðmið fyrir illa gerðar myndir, eins og mörgum er kunnugt. Þá hefur lengi þótt ótrúlegt hvernig honum tókst að framleiða kvikmyndir yfir höfuð.
'Plan 9 From Outer Space' er líklega þekktasta verk Wood's, á meðal 'Glen or Glenda'. Ekki að 'Plan 9' sé mikið frábrugðin hinum myndunum hvað varðar gæði, að hún sé best eða verst, hvernig eftir því sem að fólk vill líta á það. Í rauninni eru allar myndirnar álíka slæmar.
Plan 9 From Outer Space er þó stórmerkileg hvað varðar myndatöku. Yfirfull af fáránlegum villum og klaufaskap, ásamt slæmum leik, hræðilegum söguþræði og einum verstu "tæknibrellum" allra tíma.
Til að byrja með; Geimverur um borð í fljúgandi diskum, grípa til 9. áætlunar sinnar um að eyða jarðarbúum. Áætlun 9 fellst í því að reisa upp uppvakninga,(Þeir verða ekki fleiri en 3) sem að af einhverjum ástæðum líta út eins og vampírur. Það er endalaust hægt að setja út á þessa mynd. Ekki nóg með þessa fáránlega langsóttu áætlun, þá er ástæðan fyrir komu geimveranna enþá fáránlegri. Og talandi um fáránlegt þá er ég ekki einu sinni byrjaður að lýsa þessum geimverum, útliti og umhverfi þeirra.
En hvert er hlutverk kvikmynda. Það er jú fyrst og fremst, skemmtun. Þar með er hörmungin 'Plan 9 From Outer Space' frábær mynd og yfirfull af þessu ákveðna, frekar sjaldgæfa skemmtunargildi.
Það er margt hægt að segja um Edward Wood og myndir hans, en eitt er víst ekki. Það er ómögulega hægt að halda því fram að þær hafi heppnast vel. En slæm mynd getur sjálfsagt verið góð, fyrir það eitt að vera slæm. Myndir Wood's setja hins vegar nýtt viðmið fyrir illa gerðar myndir, eins og mörgum er kunnugt. Þá hefur lengi þótt ótrúlegt hvernig honum tókst að framleiða kvikmyndir yfir höfuð.
'Plan 9 From Outer Space' er líklega þekktasta verk Wood's, á meðal 'Glen or Glenda'. Ekki að 'Plan 9' sé mikið frábrugðin hinum myndunum hvað varðar gæði, að hún sé best eða verst, hvernig eftir því sem að fólk vill líta á það. Í rauninni eru allar myndirnar álíka slæmar.
Plan 9 From Outer Space er þó stórmerkileg hvað varðar myndatöku. Yfirfull af fáránlegum villum og klaufaskap, ásamt slæmum leik, hræðilegum söguþræði og einum verstu "tæknibrellum" allra tíma.
Til að byrja með; Geimverur um borð í fljúgandi diskum, grípa til 9. áætlunar sinnar um að eyða jarðarbúum. Áætlun 9 fellst í því að reisa upp uppvakninga,(Þeir verða ekki fleiri en 3) sem að af einhverjum ástæðum líta út eins og vampírur. Það er endalaust hægt að setja út á þessa mynd. Ekki nóg með þessa fáránlega langsóttu áætlun, þá er ástæðan fyrir komu geimveranna enþá fáránlegri. Og talandi um fáránlegt þá er ég ekki einu sinni byrjaður að lýsa þessum geimverum, útliti og umhverfi þeirra.
En hvert er hlutverk kvikmynda. Það er jú fyrst og fremst, skemmtun. Þar með er hörmungin 'Plan 9 From Outer Space' frábær mynd og yfirfull af þessu ákveðna, frekar sjaldgæfa skemmtunargildi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Passport
Kostaði
$28.000.000
Tekjur
$93.800.000