Just Wright
Öllum leyfð
GamanmyndRómantísk

Just Wright 2010

5.9 12746 atkv.Rotten tomatoes einkunn 45% Critics 6/10
100 MÍN

Just Wright segir frá Leslie Wright (Queen Latifah), sem er beinskeyttur en hæfileikaríkur sjúkraþjálfari, og býr hún hjá guðsystur sinni, hinni stjörnudýrkandi Morgan (Paula Patton), sem þráir ekkert meira en að verða eiginkona íþróttastjörnu. Einn daginn, stuttu eftir leik hjá NBA-liðinu í borginni, New Jersey Nets, hjálpar Leslie einni af stjörnum liðsins,... Lesa meira

Just Wright segir frá Leslie Wright (Queen Latifah), sem er beinskeyttur en hæfileikaríkur sjúkraþjálfari, og býr hún hjá guðsystur sinni, hinni stjörnudýrkandi Morgan (Paula Patton), sem þráir ekkert meira en að verða eiginkona íþróttastjörnu. Einn daginn, stuttu eftir leik hjá NBA-liðinu í borginni, New Jersey Nets, hjálpar Leslie einni af stjörnum liðsins, Scott McKnight (Common), á bensínstöð. Þau kynnast og þegar hún kynnir Morgan fyrir honum verða Scott og Morgan hrifin af hvort öðru og áður en langt um líður eru þau trúlofuð. Scott er valinn í Stjörnuliðið, en í Stjörnuleiknum meiðist hann illa og neyðist til að fara í sjúkraþjálfun hjá Leslie, eigi hann að eiga möguleika á að snúa aftur áður en úrslitakeppnin hefst. En eftir því sem Scott og Leslie eyða meiri tíma saman, því flóknara verður samband þessara þriggja manneskja...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn