Náðu í appið
Öllum leyfð

Babies 2010

Justwatch

Everybody loves...

79 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Babies er heimildarmynd sem með nokkuð sérstakt umfjöllunarefni, en hún fylgir fjórum börnum frá fæðingu til eins árs afmælis síns. Börnin í myndinni eru víðs vegar að úr heiminum og búa þar af leiðandi við afar ólíkar aðstæður. Þessi fjögur börn eru einstök hver um sig, en það fyrsta, strákurinn Ponijao, fæðist í borginni Opuwo í Namibíu... Lesa meira

Babies er heimildarmynd sem með nokkuð sérstakt umfjöllunarefni, en hún fylgir fjórum börnum frá fæðingu til eins árs afmælis síns. Börnin í myndinni eru víðs vegar að úr heiminum og búa þar af leiðandi við afar ólíkar aðstæður. Þessi fjögur börn eru einstök hver um sig, en það fyrsta, strákurinn Ponijao, fæðist í borginni Opuwo í Namibíu og býr við afar erfiðar aðstæður í einu af fátækari löndum heims. Annað barnið, Mari sem býr í stórborginni Tokyo í Japan, býr við allt aðrar aðstæður í einni háþróuðustu og fjölmennustu borg veraldar. Bayar, sem fæðist í hinni afskekktu borg Bayanchandmani í Mongólíu, býr við jafnvel frumstæðari aðstæður en Ponijao og Hattie, sem er frá San Francisco í Bandaríkjunum, kemur í heiminn á stað ólíkum öllum hinum stöðunum. Vel er fylgst með þroska þeirra þetta fyrsta ár ævi sinnar og þeim öru breytingum sem verða á þeim dag frá degi. Skoðað er hvað hefur mest áhrif á þau í umhverfi sínu, vandamálunum sem þau standa frammi fyrir er varpað upp sem og áhrifunum, bæði góðum og slæmum, sem þau hafa á alla aðstandendur sína.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Krúttleg en vægast sagt einhæf
Það pirrar mig þegar ég stíg útaf kvikmynd og hugsa að ég hefði alveg eins getað fengið sömu upplifun með því að skoða helling af YouTube-vídeóum. Þar hefði bara dugað að skrifa "Cute babies" og þá kæmi út svipuð niðurstaða og finnst hér. En núna þarf ég að passa mig svolítið á því sem ég segi svo ég hljómi ekki eins og mér líki eitthvað illa við ungabörn, en ég vil taka það sérstaklega fram að skoðanir mínar á þessari mynd endurspegla á engan hátt það sem mér finnst um þau. Allavega, í stuttu máli þá gengur Babies út á það að sýna fjögur mismunandi lítil kríli, sem öll koma frá ólíkum menningarheimum, og áhorfandinn fær að fylgjast með þeim frá fæðingu til fyrstu skrefanna. Þetta hljómar eins og ágætis grunnhugmynd fyrir heimildarmynd, en bara verst að þetta er ekki einu sinni grunnhugmyndin, heldur öll myndin í sinni heild.

Heimildarmyndir sem fjalla ekki um neitt og gera ekkert nema að sýna upptökur í x langan tíma fara oft í mig. Að horfa á Babies er eins og að horfa á Koyaanisqatsi nema án fallegu tónlistarinnar og með mun einhæfara myndefni í gangi. Þessi mynd sýnir bara ungabörn gera... tjah... það sem ungabörn gera, sem er augljóslega ekki mikið. Þau eru annaðhvort sofandi, að sofna, drekkandi brjóstamjólk eða að hjala eða gera eitthvað sem kætir mann að innan við að sjá. Og þrátt fyrir að sumt af þessu efni sé OFBOÐSLEGA krúttlegt (!!), þá er þetta engan veginn efni í heila mynd! Kannski stuttan fræðsluþátt, en alls ekki eitthvað sem þykist kalla sig heimildarmynd. Ég grínast ekki með það þegar ég segi að hún hefur ekkert annað til þess að gefa okkur. Mikið rétt, við horfum bara á börnin dást að umhverfinu og tilverunni í 70 mínútur, og það reynir svolítið á þolinmæðina þegar maður er búinn að sitja yfir því í cirka hálftíma, alveg sama hversu skondið eða dúllulegt það er.

Hér hefði verið tilvalið að troða einhverri umfjöllun inn í myndina og jafnvel fá einhver komment frá foreldrum barnanna, sem greinilega koma allir frá ólíkum bakgrunni. Myndin ætti að koma með einhver skilaboð um uppeldi eða barneignir, en í staðinn þá bara byrjar hún og gerir nákvæmlega ekkert þangað til hún klárast. Hún er hvorki ljóðræn né þýðingarmikil. Þetta er að vissu leyti áhugavert og ég efa ekki að nýbakaðir eða verðandi foreldrar eigi eftir að fá mikið út úr því að sjá þetta. Ef þú tilheyrir slíkum hópum, þá myndi ég samt frekar mæla með því að þú kannir þessa mynd á vídeói og horfir einungis á hana með öðru auganu á meðan þú gerir mikilvægari hluti. Það er ekki eins og þú sért að missa af einhverju sérstöku.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

15.01.2012

Ekki fullkomin en oft drepfyndin

Hvernig getur Muppets-mynd, sem er augljóslega gerð af Muppets-dýrkendum (handa Muppets-aðdáendum) verið nokkuð annað heldur en stanslaus orgía af gleði ef maður tilheyrir þeim hópi sem myndin er gerð fyrir? Í hreinskilni...

22.07.2010

Krúttlegt, karate og jarðarför

Tómas Valgeirsson aðal kvikmyndagagnrýnandi kvikmyndir.is lætur ekki deigan síga og hefur nú birt þrjár nýjar umfjallanir á síðunni. Fyrri umfjöllunin er um "krúttlega" mynd sem er kannski ekki á allra vörum, og heitir...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn