Aðalleikarar
Leikstjórn
Heldur betur mislukkuð tilraun
Það er nokkuð sérstakt hvað sýnishornin fyrir Splice eru sérkennilega villandi. Þau virðast gefa til kynna einhverja B-hrollvekju í anda Species. Það er ljóst að markaðsmenn myndarinnar höfðu ekki minnstu hugmynd hvernig ætti að selja hana betur, og ég skil þá vel því þetta er afskaplega súr og óvenjuleg mynd, og oftar en einu sinni gengur hún verulega yfir strikið. Reyndar mætti alveg segja að það sé smá vottur af Species í henni, og líka Frankenstein. Það kemur að vísu í skömmtum, því myndin í heild sinni minnir á einhvers konar sögu tveggja foreldra um barnauppeldi, þ.e.a.s. ef einhver eins og Guillermo del Toro eða David Cronenberg hefði leikstýrt henni. Mikið hefði ég samt viljað sjá mynd eins og þessa í höndum slíkra fagmanna. Þeir hefðu vitað hvernig best skal bera fram svona viðbjóð.
Ég skal bara segja það strax, ég þoldi þessa mynd ekki – og mig grunar að ég sé einn af fáum. Það er samt ekki útaf því að ég bjóst við öðruvísi – og líklegast hefðbundnari - mynd. Satt að segja leist mér nokkuð vel á það að fá eitthvað öðruvísi, fyrir utan það að myndin hélt engan veginn þeim dampi eftir fyrstu senurnar. Það er bara eitthvað svo brjálæðislega óviðkunnanlegt og fráhrindandi við myndina yfir höfuð. Mér leiddist ekki bara við það að horfa á hana heldur fannst mér hún aldrei stefna eitthvert af viti. Myndin þykist hafa ýmislegt að segja um siðferði og mannlegt eðli en hún fer samt aldrei alla leið með skilaboðin. Hún er jafnframt brjáluð en aldrei nógu brjáluð til að skilja eitthvað eftir sig, fyrir utan tvær ógeðslegustu kynlífssenur sem ég hef séð lengi. Ég þoldi ekki persónur þeirra Adriens Brody og Söruh Polley (leikararnir sýndu heldur ekki mikinn lit í þessum hlutverkum – þeir fóru bara með sínar línur og fengu svo borgað) og fannst ég alltaf vera 10 skrefum á undan þeim stefnum sem sagan tók. Það var ekki neitt sem kom mér á óvart, og einhver sem fylgist með og kann að leggja tvo og tvo saman ætti að geta sagt það sama.
Splice er bara of hæg til að geta talist skemmtileg og alltof brengluð til að taka alvarlega. Brellurnar er sumar fínar en alltaf jafn áberandi. Myndin hefði getað grætt sig á því að vera stílísk og flott í útlit en hún er í staðinn bara ósköp venjuleg í þeirri deild. Ég hef engan áhuga að koma nálægt þessari mynd aftur og finnst ansi leiðinlegt að leikstjóri Cube skuli ekki hafa lagst á þetta plan. Smekksatriði auðvitað, enda er ég kominn í brjálaðan minnihluta skv. erlendum dómum.
3/10
Það er nokkuð sérstakt hvað sýnishornin fyrir Splice eru sérkennilega villandi. Þau virðast gefa til kynna einhverja B-hrollvekju í anda Species. Það er ljóst að markaðsmenn myndarinnar höfðu ekki minnstu hugmynd hvernig ætti að selja hana betur, og ég skil þá vel því þetta er afskaplega súr og óvenjuleg mynd, og oftar en einu sinni gengur hún verulega yfir strikið. Reyndar mætti alveg segja að það sé smá vottur af Species í henni, og líka Frankenstein. Það kemur að vísu í skömmtum, því myndin í heild sinni minnir á einhvers konar sögu tveggja foreldra um barnauppeldi, þ.e.a.s. ef einhver eins og Guillermo del Toro eða David Cronenberg hefði leikstýrt henni. Mikið hefði ég samt viljað sjá mynd eins og þessa í höndum slíkra fagmanna. Þeir hefðu vitað hvernig best skal bera fram svona viðbjóð.
Ég skal bara segja það strax, ég þoldi þessa mynd ekki – og mig grunar að ég sé einn af fáum. Það er samt ekki útaf því að ég bjóst við öðruvísi – og líklegast hefðbundnari - mynd. Satt að segja leist mér nokkuð vel á það að fá eitthvað öðruvísi, fyrir utan það að myndin hélt engan veginn þeim dampi eftir fyrstu senurnar. Það er bara eitthvað svo brjálæðislega óviðkunnanlegt og fráhrindandi við myndina yfir höfuð. Mér leiddist ekki bara við það að horfa á hana heldur fannst mér hún aldrei stefna eitthvert af viti. Myndin þykist hafa ýmislegt að segja um siðferði og mannlegt eðli en hún fer samt aldrei alla leið með skilaboðin. Hún er jafnframt brjáluð en aldrei nógu brjáluð til að skilja eitthvað eftir sig, fyrir utan tvær ógeðslegustu kynlífssenur sem ég hef séð lengi. Ég þoldi ekki persónur þeirra Adriens Brody og Söruh Polley (leikararnir sýndu heldur ekki mikinn lit í þessum hlutverkum – þeir fóru bara með sínar línur og fengu svo borgað) og fannst ég alltaf vera 10 skrefum á undan þeim stefnum sem sagan tók. Það var ekki neitt sem kom mér á óvart, og einhver sem fylgist með og kann að leggja tvo og tvo saman ætti að geta sagt það sama.
Splice er bara of hæg til að geta talist skemmtileg og alltof brengluð til að taka alvarlega. Brellurnar er sumar fínar en alltaf jafn áberandi. Myndin hefði getað grætt sig á því að vera stílísk og flott í útlit en hún er í staðinn bara ósköp venjuleg í þeirri deild. Ég hef engan áhuga að koma nálægt þessari mynd aftur og finnst ansi leiðinlegt að leikstjóri Cube skuli ekki hafa lagst á þetta plan. Smekksatriði auðvitað, enda er ég kominn í brjálaðan minnihluta skv. erlendum dómum.
3/10