Náðu í appið
The Kids Are All Right
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Kids Are All Right 2010

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 22. október 2010

Nic and Jules had the perfect family, until they met the man who made it all possible.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 86
/100

Tvö börn sem getin eru með gervifrjóvgun og gjafasæði, komast að því hver er líffræðilegur faðir þeirra og koma með hann inn á heimilið.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Ágæt mynd en svolítið hæpuð
Ég reyndi að hafa engar væntingar áður en ég sá þessa mynd en það er frekar erfitt því það hefur dálítið hype í kringum hana. Hún vann Golden Globe fyrir Bestu mynd (comedy or musical) og Annette Benning fékk einnig verðlaun. Því get ég sagt að ég hafi orðið fyrir dálitlum vonbrigðum en ekkert of.

Það sem pirraði mig mest við myndina var hversu þunnur söguþráðurinn var og myndin ætlaði sér bara að einblína á persónurnar en þær eru því miður ekki nógu áhugaverðar að mínu mati. Annette Benning leikur ströngu mömmuna og hún fór aðeins í taugarnar á mér þótt að hún lék hlutverkið vel en persónan sjálf var aðeins of mikið fyrir mig, kannski aðeins of ýkt. Julianne Moore var einnig mjög fínn sem hin mamman en enn og aftur, ekki nógu áhugaverð til þess að halda uppi myndinni. Persóna Mark Ruffalo var aðeins skárri og hann var mjög trúverðugur sem hinn afslappaði Paul. Krakkarnir tveir voru einnig mjög fínir en ekkert til þess að eyða orðum yfir.

Það var ágætlega léttur tónn á myndinni og það er mjög fínn húmor í henni. Handritið er vel unnið og mörg samtöl mjög raunsæ og skemmtileg. Það var lítið plott með Laser (sonurinn) og Clay, vinar hans, sem gleymdist svo alveg á bakvið allt hitt í seinni helmingnum og maður fékk aldrei neinn skilning á því af hverju hann hékk með honum. Tónlistin er mjög skemmtileg og passar vel við myndina en því miður fannst mér heildin ekki stórfengleg eins og gagnrýnendur vestan hafs gefa til kynna. Það eru góðir leikarar í henni en hún eer ekki beint skemmtileg til áhorfs. Að hún fari í Comedy-flokkinn í Golden Globe er ekki alveg rétt... Samt sem áður hin fínasta mynd og ég gef henni létt meðmæli. 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn