Náðu í appið
Öllum leyfð

Diary of a Wimpy Kid 2010

Aðgengilegt á Íslandi

It's Not A Diary. It's A Movie.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
Rotten tomatoes einkunn 49% Audience
The Movies database einkunn 56
/100

Diary of a Wimpy Kid segir frá Greg Heffley (Zachary Gordon), sem er í miðskóla og finnst það í einu orði sagt ömurlegt. Hann sér skólann sem jarðsprengjusvæði fullt af félagslegum gildrum til að skaða sig á, þar sem helstu vandamálin eru hrekkjusvín, hálfvitar, hádegisfangelsunin í matsalnum og stelpur með öll sín fáránlegu vandamál. Til að komast... Lesa meira

Diary of a Wimpy Kid segir frá Greg Heffley (Zachary Gordon), sem er í miðskóla og finnst það í einu orði sagt ömurlegt. Hann sér skólann sem jarðsprengjusvæði fullt af félagslegum gildrum til að skaða sig á, þar sem helstu vandamálin eru hrekkjusvín, hálfvitar, hádegisfangelsunin í matsalnum og stelpur með öll sín fáránlegu vandamál. Til að komast í gegnum þessa þolraun og til að öðlast þá viðurkenningu og virðingu sem Greg á að sjálfsögðu skilið setur hann saman hvert snilldarplanið á eftir öðru, sem öll mistakast einhvern veginn – sem er að sjálfsögðu einhverjum öðrum að kenna. Svo skráir hann þetta allt saman niður í dagbók, þar sem hann lýsir nákvæmlega upplifun sinni af skólaþjáningunni, fjölskylduvandræðunum og óhjákvæmilegri og yfirvofandi heimsfrægð sinni. Bara ekki kalla þetta „dagbók“ við hann, hann er mjög viðkvæmur fyrir því orði.... minna

Aðalleikarar

Leiðinleg aðalpersónu,skemmtileg mynd
Ég var nú ekkert voðalega spenntur yfir þessari, sérstaklega þar sem hún snérist um 12 ára strák að byrja í „middle school“ en þegar ég loksins drullaðist til að horfa á hana þá kom hún mér á óvart. Myndin snýst um Greg Heffley, 12 ára strákur sem er að fara gera erfiðasta hlut sem hann hefur nokkrun tíman gert. Byrja í „middle school“ (sem væri hvað, gaggó/unglingadeild hérna?). Hann hefur heyrt mikið af sögusögnum og veit að þetta er miskunarlaus staður þar sem eldri krakkar eru saman með yngri krökkum og hafa þessvegna tækifæri til að gera lífið þeirra að lifandi helvíti. Einnig er skólinn ein stór vinsældarkeppni og Greg hyggst komast á toppinn af fæðukeðjunni. Með vini sínum Rowley, sem er lítill, þybbinn og rauðhærður ætlar hann að reyna allt til að verða „class favorite“ í eitthverju og komast í árbókina.

Frekar óáhugaverður söguþráður en myndin hefur þennan ljóma yfir sér, óútskýranlegur ljómi en hann gefur manni svona góða tilfiningu við áhorfið. Þangað til að Greg ákveður að reyna verða vinsæll. Drengurinn verður svo sjálfshverfur og heldur að hann sé miklu betri en allir aðrir í öllu sem hann gerir að mér varð alveg sama um persónuna og allt sem kom fyrir hana. Í staðin byrjaði maður að hugsa meira um Rowley og eldri stelpu sem þeir kynnast að nafni Angie (leikinn af Chloe Moretz eða kick-ass stelpunni). Angie hefur engan áhuga á því að komast í árbókina eða taka þátt í þessari vitleysu sem endalausa vinsældarkeppnin er. Með þessar 2 litlríku persónur þá byrjar Greg einfaldlega að líta út fyrir að vera ógeðslega mikill asni. Í endanum reynir hann að koma með smá „schoolyard redemption“ en mér var svo alveg sama um það og hataði persónuna samt sem áður.
Það sem heldur myndinni líka uppi er hversu skemmtilegar aukapersónurnar eru. Fjölskyldan hans er litrík og skemmtileg og sýna allir leikararnir góða frammistöðu í þeim hlutverkum sem þeim voru gefið. Þetta er barnamynd sem sýnir fjölskyldu sem gæti actually verið til, ekki svona ýkt over-the-top persónur, einfaldlega skemmtilegar og raunverulegar.

Myndin er víst byggð á bók og hún er ekkert að fela það. Maður sér oft bókina sjálfa í tölvuteiknuðu formi þegar Greg fer í hugsanir sínar og það er ágætlega sniðug hugmynd. Myndin sýnir þá upprunalega efninu virðingu á meðan að hún skapar sína eigin útgáfu. Slógo bókarinnar „It‘s a journal, not a diary“, Slógo myndarinnar „It‘s a movie, not a diary“. Þið skiljið hvert ég er að fara með þetta. Ég verð að gefa leikstjóranum kredit fyrir að sýna upprunalega efninu svona mikla virðingu.

Diary of a Wimpy Kid er ágætt áhorf en ekkert sem ég mæli voðalega mikið með, hún kom mér á óvart og var skemmtileg en karakterinn Greg varð bara svo óeðlilega mikill asni í gengum myndina að maður átti erfitt með að fyrirgefa honum í endan.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

24.11.2016

Alien: Covenant - Fyrsta plakat og nýr frumsýningardagur

Tökum á nýju Alien myndinni Alien: Covenant, lauk í júlí sl. og aðdáendur bíða nú spenntir eftir að sjá fyrstu stiklu. Í dag birtum við hinsvegar fyrsta plakatið fyrir myndina, en þar er í aðalhlutverki Xenomorph g...

30.06.2011

The Adjustment Bureau beint á toppinn - á DVD og Blu-ray

Þar sem við segjum hér reglulega fréttir af vinsælustu myndunum í bíó í Ameríku, er ekki úr vegi að segja stundum frá því hvað er að gerast á DVD markaðnum þar vestra. Vinsælasta DVD myndin á markaðnum í Amer...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn