Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Jaws 2 1978

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Just when you thought it was safe to go back in the water...

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Litla sumarleyfiseyjan Amity reynir nú að lokka ferðamenn aftur á staðinn, eftir að hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni eftir skelfilegar hákarlaárásir fjórum árum fyrr. Bæjarstjórinn Larry Vaughn er afar ánægður að fá á staðinn verktakann Len Peterson sem ætlar að byggja nýtt hótel á staðnumm. Tveir kafarar eru að rannsaka svæðið þar sem... Lesa meira

Litla sumarleyfiseyjan Amity reynir nú að lokka ferðamenn aftur á staðinn, eftir að hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni eftir skelfilegar hákarlaárásir fjórum árum fyrr. Bæjarstjórinn Larry Vaughn er afar ánægður að fá á staðinn verktakann Len Peterson sem ætlar að byggja nýtt hótel á staðnumm. Tveir kafarar eru að rannsaka svæðið þar sem báturinn Orca sökk eftir að lögreglustjórinn Martin Brody drap þar risahákarl, fyrir fjórum árum. Þeir verða fyrir því óláni að hákarl birtist og rífur kafarana tvo í sig, en rétt áður nær annar kafaranna að smella af mynd af auga hákarlsins. Nokkru síðar er móðir að sigla á bát og dregur á eftir sér dóttur sína á táningsaldri, á sjóskíðum. Það skiptir engum togum að hákarlinn er mættur aftur á svæðið og étur dótturina, og móðirin slysast í kjölfarið til að sprengja bátinn í loft upp. Skömmu síðar finnst háhyrningur á ströndinni með risastór bitför á sér. Þegar Brody sér þetta þá veit hann að hér er aftur á ferð hvítur risahákarl, en Vaugh og Peterson vilja ekki viðurkenna að þarna sé hákarl á ferðinni ...... minna

Aðalleikarar


Þó að þessi nái aldrei að toppa Jaws, þá er hún allavega betri en allar hinar myndirnar sem komu á eftir henni. Og verð ég að gefa henni plús fyrir það. En hún er samt leiðinleg, er nokkuð sammála þar. Hef ekkert meir að segja um þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er með verri myndum sem ég hef séð. Hún nær engan veginn að fylgja fyrstu myndinni eftir. Jaws var mjög góð en Jaws 2 var algjör hörmung. Illa leikstýrð, óspennandi og illa leikin. Ótrúlegt að Rob Sneider hafi fengið sjálfan sig til að leika í þessari mynd.

Ég nenni ekki að sóa fleiri orðum í þessa lélegu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín mynd. Ekki eins góð og sú fyrri en ágæt afþreying. Ef þér fannst gaman af þeirri fyrri þá finnst þér þessi einnig skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er illa leikin óspennandi léleg tónlist. Fyrri myndin var góð en þessi var leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.08.2023

12 bestu hákarlamyndir sögunnar

Allt síðan Jaws skráði sig á spjöld sögunnar sem fyrsti sumarstórsmellurinn í bíó árið 1975 hafa hákarlamyndir átt sérstakan stað í huga bíógesta og ástæðan er einföld: Hvort sem sögð er saga af trylltum man...

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

07.04.2016

Óæðri ókindur á Blu

Jaws framhöldin eru loksins að skila sér á Blu-ray. „Jaws 2“ (1978) er að öllu leyti prýðileg mynd þó hún nái engan veginn sömu hæðum og forverinn. Hún skartar þó Roy Scheider í aðalhlutverki en leikarinn snéri aftur t...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn