Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

MacGruber 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi
90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

MacGruber (Will Forte) er eins manns her sem svífst einskis til að ná hefndum á hinum illa Dieter von Cunth (Val Kilmer) eftir að kona hans var drepin í brúðkaupinu þeirra. Myndin er byggð á sketsum um samnefndan karakter í Saturday Night Live.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Vildi eitthvað gott, fékk bara ágætt
Ég hef allt annað en hátt álit á grínmyndum sem eru framleiddar af Saturday Night Live-teyminu, sama hvaða kynslóð þær tilheyra. Ég geri undantekningu fyrir The Blues Brothers og Wayne's World 1 og 2 en hef mjög lítið jákvætt að segja um myndir eins og Coneheads, It's Pat, A Night at the Roxbury (skil ekki hvað fólk sér svona gott við þá mynd!), Superstar og The Ladies Man, svo eitthvað sé nefnt. Það er því hressandi að sjá loksins SNL bíómynd sem sýgur ekki feitan rass. Ég held að það hafi ekki gerst síðan einmitt 93. MacGruber er samt ekki mynd sem ég myndi mæla með, nema fyrir mjög afmarkaðan hóp. Það er ýmislegt gott við hana og í þokkabót er hún oft mjög fyndin, en hún er líka dregin niður af miklu egói og barnaskap.

Myndin fær samt hrós fyrir að vera talsvert betur heppnaðri en hún átti skilið að vera. Þeir SNL-sketsar sem ég hafði séð með þessum titilkarakter voru fremur slakir og ég gat ómögulega séð fyrir mér heila mynd virka með honum í forgrunni. Þar hafði ég bæði rétt og rangt fyrir mér. Will Forte getur verið drullufyndinn á góðum degi en rétt eins og nafni hans, Will Ferrell, getur hann einnig verið óbærilegur ef efnið sem hann hefur í höndunum er ekki fyndið. Í tilfelli persónu eins og MacGruber, þá myndi ég segja að hún sé góð í hófi. Þetta hefði í rauninni verið fullkomin aukapersóna í einhverri annarri mynd en sem einhver fær 90% af skjátímanum reynir hún svolítið á bæði þolinmæði og taugar manns. Forte skiptist á milli þess að vera þvingaður og steikt fyndinn, sem mér finnst nokkuð óvenjulegt. Ég skil ekki alveg hvað gerðist með Val Kilmer. Hann hefði átt að stela senunni en ef eitthvað þá er hann sá máttlausasti á skjánum, Ryan Phillippe meðtalinn. Mér leiddist allavega ekki á meðan myndinni stóð. Margir brandarar misstu marks en þeir sem gerðu það ekki voru yfirleitt ferskir og skemmtilega súrir. Tvær senur settu mig meira að segja í hláturskast. Önnur tengdist óvæntri sprengingu og hin kynlífssenu, í klassískum 80s-stíl (eða hvað?).

MacGruber er fyrsta myndin sem Jorma Taccone leikstýrir. Hann er auðvitað best þekktur sem einn af Lonley Island-þríeykinu. Maðurinn er oft frábær, en ég er samt á þeirri skoðun að hann sé sístur í sketsagrúppunni sinni. Maður sér a.m.k. talsverðan gæðamun á húmornum hér og í mynd eins og t.d. Hot Rod (sú vanmetna perla!). Taccone meðskrifaði báðar, en hefði hann fengið annaðhvort Andy Samberg eða Akiva Schaffer til að penna þessa mynd með sér í staðinn fyrir Forte sjálfan, þá hefði niðurstaðan getað orðið mergjuð. Taccone má samt eiga það að hann er ekki gjörsamlega heiladofinn þegar kemur að leikstjórn. Myndin hefur nefnilega skondinn tón sem sver sig í stíl við 80s spennumyndir. Leikarar eru oftast dauðaalvarlegir (nema Forte, sem ég býst við að sé viljandi gert) og láta eins og þeir séu fastir í mynd af allt öðrum geira. Senur eru líka meira látnar spilast í kringum steiktu samtölin heldur en ýkt samspil og slapstick-grín. Ég hélt síðan að það væri einhver djókur að myndin kostaði rétt svo $10 milljónir í framleiðslu, því Taccone felur það ótrúlega vel. Kvikmyndatakan er sömuleiðis mun flottari en maður sér venjulega í mynd af þessari tegund, og maður hættir eiginlega aldrei að dást pínulítið af henni. Kamerumaðurinn hefur augljóslega unnið sína heimavinnu því lýsingin og bara tökustíllinn almennt lyktar hreinlega af 80s mynd.

Hér er klárlega um tilvonandi költ-gamanmynd að ræða. Ég naut þess sæmilega að horfa á hana en skemmti mér aldrei konunglega eins og ég vildi. Sumt var bara alltof þvingað (var virkilega ætlast til þess að við myndum endalaust hlæja yfir Cunth-nafninu??) og stundum gróft af engri ástæðu nema bara til þess að ganga yfir strikið. Veit ekki hvort það sé Forte að kenna eða Taccone, en barnaskapurinn sést langar leiðir og þess vegna get ég ekki mælt með myndinni nema fyrir unglinga og hugsanlega stónera, sem hlæja hvort eð er yfir öllu. Annars kemur trailerinn með býsna nákvæma mynd af því hvernig ræma þetta er, þannig að ef hann nær til ykkar þá myndi ég segja ykkur að kíkja á MacGruber. Ef ekki, þá er Hot Rod meira málið fyrir þá sem hafa ekki ennþá séð hana.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Aulahúmor sem virkar stundum ekki
MacGruber er leikstýrð af Jorma Taccone, einn af gaurunum frá Hot Rod-teyminu og Lonely Island. Mér fannst Hot Rod mjög skemmtileg, fyndinn á hverri mínútu og over-the-top á köflum. MacGruber er ekki alveg jafn góð en er ekki slæm.

Það er húmor í myndinni og nokkrar línur mjög fyndnar en svo fellur myndin oft í grófan aulahúmor. Þetta virkar stundum en stundum er það of mikið kjaftæði, eiginlega bara kjánalegt. Sagan er svosem fín, ekkert sem við höfum ekki séð áður.

Leikararnir voru frekar góðir en stundum byrjaði Will Forte að leika illa, bara allt í einu og svo hætti það. Ég er ekki viss hvort það sé viljandi en það er frekar sérkennilegt. Ryan Philippe er fínn en ekki með margar fyndnar línur en Kristen Wiig er svolítið fyndin og fyllir upp ástarpart myndarinnar. Val Kilmer er góður sem Doktor Kunth og frekar fyndin steréotýpa.

Myndin er ekkert illa gerð. Takan er venjuleg, tónlistin hress og skemmtileg og ofbeldið gróft. Hint: Throat Ripping.

6/10
Hefði mátt verið fyndnari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.05.2020

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur...

06.09.2011

Sandler-grínmynd breytir um nafn

Eins og alltaf er nóg að gera hjá Adam Sandler, og bráðum getum við átt von á tveimur glænýjum myndum frá stórstjörnunni: gamanmyndinni Jack & Jill, þar sem hann leikur einnig kvenmann (!) og svo I Hate You, Dad, þar sem hann leik...

05.02.2011

TÍAN: Fyndnustu og kröftugustu atriði ársins 2010

Þá er loks komið að því að halda áfram að kryfja bíóárið sem er að baki. Ég biðst afsökunar á því hvað þetta tók langan tíma (rúman mánuð! ái). Ég er nýbyrjaður í skóla aftur og dróst svolítið aftur ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn