Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Belly 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. maí 1999

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 36
/100
Tilnefnd til verðlauna fyrir kvikmyndatöku á Independent Spirit Awards

Tommy Brown og vinur hans Sincere eru glæpamenn sem hafa gott upp úr því að selja eiturlyf og fremja vopnuð rán. Tommy og Sincere hafa náð því að flytja út úr fátækrahverfinu í Queens þar sem þeir ólust upp og flytja í fínt hverfi á Manhattan. Svo virðist sem þeir séu búnir að koma ár sinni vel fyrir borð endanlega, en þeir gera sér báðir grein... Lesa meira

Tommy Brown og vinur hans Sincere eru glæpamenn sem hafa gott upp úr því að selja eiturlyf og fremja vopnuð rán. Tommy og Sincere hafa náð því að flytja út úr fátækrahverfinu í Queens þar sem þeir ólust upp og flytja í fínt hverfi á Manhattan. Svo virðist sem þeir séu búnir að koma ár sinni vel fyrir borð endanlega, en þeir gera sér báðir grein fyrir því að líf þeirra stefnir í óefni. Sincere fer að reyna að komast í betri tengsl við hinar afrísku rætur sínar og reynir að telja kærustu sína, Tionne, á að flytjast heim til gömlu ættjarðarinnar, á meðan Tommy frelsast og gerist meðlimur í Nation of Islam. ... minna

Aðalleikarar


Belly er ágætis mynd um tvo vini sem ólust upp á strætum Queens í new york. Allflestir sem leika í myndinni eru rapparar og standa þeir sig eins vel og hægt er í þessari mynd. Leikstjórnin er í höndum Hype Williams en hann er nokkuð frægur í bandaríkjunum fyrir að gera tónlistarmyndbönd og hefur hann unnið með mörgum frægum röppurum í því. Einnig er myndin mjög flott, takið eftir byrjunar atriðinu í klúbbnum og þá vitið þið hvað ég er að meina. Myndin er nokkuð góð og parturinn af myndinni sem gerist á jamaica er hreint útsagt frábær. Annars vil ég segja að þessi mynd er ekki eins leiðinleg og nokkrir dómar á segja og hún á fyllilega skilið 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2011

Kvalafyllstu dauðdagar allra tíma!

Það er ekki leiðinlegt að enda árið á enn einum tryllta topplistanum, sem að þessu sinni mætti kalla tröllvaxna Notenda-Tíu. Núna er innihald listans ekki byggt alfarið á skoðunum mínum heldur hef ég safnað saman ...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn