Tooth Fairy
Öllum leyfð
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd

Tooth Fairy 2010

5.0 39588 atkv.Rotten tomatoes einkunn 18% Critics 5/10
101 MÍN

Derek Thompson (Dwayne Johnson) er harðasti íshokkíleikari Bandaríkjanna. Áhorfendur dýrka hann og dá og kalla hann ,,Tannálfinn" vegna þess að hann tæklar andstæðinga sína svo fast að tennur þeirra fá að fljúga. Eina nóttina stelur hann pening frá sex ára gamalli dóttur kærustunnar sinnar (Ashley Judd), sem var nýbúin að missa tönn og hafði fengið... Lesa meira

Derek Thompson (Dwayne Johnson) er harðasti íshokkíleikari Bandaríkjanna. Áhorfendur dýrka hann og dá og kalla hann ,,Tannálfinn" vegna þess að hann tæklar andstæðinga sína svo fast að tennur þeirra fá að fljúga. Eina nóttina stelur hann pening frá sex ára gamalli dóttur kærustunnar sinnar (Ashley Judd), sem var nýbúin að missa tönn og hafði fengið peninginn frá tannálfinum. Seinna sömu nótt fær Derek sekt undir koddann sinn fyrir ,,að drepa drauma" og áður en hann veit af er hann kominn með vængi í refsingarskyni. Sektin fyrir að drepa drauma er einföld; hann verður að vinna sem tannálfur í tvær vikur. En Derek á mjög erfitt með að fylgja reglunum og hann verður að taka á stóra sínum ef hann á að sanna sig sem alvöru tannálfur.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn