Náðu í appið
Mary and Max
Öllum leyfð

Mary and Max 2009

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 10. júní 2011

Two unlikely people. Two different worlds come together in a story about a most unusual friendship.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
Mary

Mary Daisy Dinkle er ung stúlka sem býr við bágar aðstæður í Ástralíu. Foreldrarnir eru til skammar og hún er lögð í einelti í skólanum. Hún gerist pennavinur manns í New York, Max Jerry Horowitz að nafni. Max þjáist af offitu og geðrænum kvillum en þau tengjast vegna sameiginlegrar ástar á súkkulaði og skilja einmanaleika hvors annars. Við fylgjumst... Lesa meira

Mary Daisy Dinkle er ung stúlka sem býr við bágar aðstæður í Ástralíu. Foreldrarnir eru til skammar og hún er lögð í einelti í skólanum. Hún gerist pennavinur manns í New York, Max Jerry Horowitz að nafni. Max þjáist af offitu og geðrænum kvillum en þau tengjast vegna sameiginlegrar ástar á súkkulaði og skilja einmanaleika hvors annars. Við fylgjumst með sambandi þeirra þróast í um áratug. Á þessum tíma giftir Mary sig og útskrifast úr háskóla en Max vinnur í lotteríinu. Mary skrifar bók um vin sinn, sem þjáist af Asperger heilkenninu, en þegar Max kemst að því bregst hann hinn versti við og slítur sambandinu. Mary ákveður að fara til New York til að freista þess að friðmælast við besta vin sinn. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)

Einstök og elskuleg
Mary and Max er í hnotskurn skuggalegur og einkennilegur fjársjóður. Ekki nóg með það að hún er öðruvísi, súr og tilfinningarík – sem eru þrælfínir kostir í sjálfu sér - heldur er hún alveg ein sinnar tegundar, frábærlega unnin (ég hef alltaf verið stop-motion aðdáandi – alveg magnað hversu mikil þolinmæði fer í þetta!), oft æðislega fyndin og dílar í þokkabót við þung málefni sem maður sér leirbrúðumyndir venjulega aldrei gera. Stíllinn á henni er eflaust mjög fráhrindandi fyrir suma, en jafnvel ef ég myndi ekki vera hrifinn af sögunni þá myndi ég samt dást að hugrekkinu sem þessi mynd sýnir í miklum skömmtum. Hún er nú aðallega fyrir fullorðna. Helst ekki gera mistök um annað.

Venjulega kýs ég ekki að fara of mikið út í söguþræði, en þar sem þetta er lítil mynd sem á ekki skilið litla athygli vil ég útskýra hversu óhefðbundin og alvarleg sagan er. Myndin fjallar í stuttu máli um einmana átta ára stelpu, sem lifir álíka hamingjusömu lífi og klósettskál. Hún þarf að þola einelti í skólanum – þar á meðal frá kennara sínum, leiðinlegan fæðingarblett á enni sínu og vægast sagt sorglega foreldra. Algjörlega upp úr þurru byrjar hún að skrifast á við fertugan mann (sem er snilldarlega talsettur af Phillip Seymour Hoffman) sem býr í New York. Hann er lifir litlu skárra lífi enda kvíða- og offitusjúklingur með Asperger-heilkenni. Þar af leiðandi get ég fullyrt það að ég hef hingað til ekki séð furðulegri pennavini í bíómynd. Þau skiptast allavega á bréfum, mynda óvenjulega vináttu og deila lífsreynslum sínum með hinum aðilanum og kafa rækilega út í verri hliðar lífsins. Ef þér finnst þetta hljóma aðeins of þungt og alvarlegt fyrir "teiknimynd" þá er sennilegt að myndin sé ekki að fara að ná til þín. Ef ekki hins vegar, þá geturðu verið spenntur fyrir áframhaldinu því allt það þunglynda í sögunni er bara rétt að byrja.

Það kemur samt stórskemmtilega á óvart hvað myndin heldur athygli manns vel þrátt fyrir svona einfalda sögu. Og það kemur enn meira á óvart hversu mikill húmor er í henni þrátt fyrir gráa tóninn. Hann auglýsir sig samt aldrei á vitlausum stöðum og er mestmegnis innifalinn í fáfræði og barnalega sakleysi aðalpersónanna. Það líður samt aldrei langt á milli fyndinna atriða, og svo þegar myndin gerir tilraunir til þess að taka sig eins alvarlega og hún getur heppnast það bara andskoti vel. Þemurnar í sögunni eru líka rosalega góðar og mannlegar. Svo er útlitið á myndinni svo sérstætt og grípandi. Það sem ég held að ýmsum gæti þótt óþægilegt er hversu ýkt og oft á tíðum ljótt útlitið er á persónunum. Litanotkun er einnig geysilega takmörkuð (en útpæld), og svart-hvíti stíll þýska expressionismans er e.t.v. sterkari hér en maður sér t.d. í gömlum Tim Burton-myndum.

Múdið er alltaf að breytast; Stundum er myndin sæt og hjartnæm, stundum hálf ógeðfelld og sjúk en líka sorgleg og nánast alltaf stórfurðuleg. Það eina sem ég hef eitthvað út á að setja er hve hún langt gengur til þess að vera skrítin, eins og hún sé stöku sinnum að reyna aðeins of mikið að vera öðruvísi, sem hún er nú þegar. Hún ofnotar líka oft sömu tónlistina í stað þess að breyta til, og það verður aðeins of böggandi þegar maður tekur eftir því. Hún er samt svo skemmtilega skrifuð og athyglisverð og sömuleiðis sjónrænt séð skemmtileg og frekar athyglisverð í útliti. Ég mæli hjartanlega með henni fyrir alla sem horfa mikið á bíómyndir og vilja prófa eitthvað nýtt og undarlegt.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Falleg, notaleg og sönn saga
Mary & Max er lang besta leirmyndin sem ég hef séð bara forever.Margir hugsa kannski um leirmynd; "hvað er eitthvað varið í það" ? svarið er JÁ og aftur já, þessi mynd er svo notaleg og sæt að það hálfa væri nóg og maður er hlæjandi allan tímann yfir henni.
Talsetningin er alveg frábær og er allt mjög vandað og handritið er svo vel skrifað og allt við myndina er frábært


Mary & Max fjallar um Mary Daisy Dinkle sem er mjög einmanna og á ekki marga vini í lífinu sínu í Ástralíu og svo skyndilega finnur hún heimilisfangið hjá Max Jerry Horovitz sem býr í New York og er líka mjög einmana feitur maður sem á ekki neinn vin nema nágrannan sinn sem er hálf blind öldruð kona sem er að reyna að halda vinskap. Max Jerry Horovitz á nokkur dýr og hann hefur átt nokkra gullfiska í gegnum myndina. Svo finnur Mary Daisy Dinkle heimilisfangið hjá Max Jerry Horovitz og byrjar að skrifa honum nokkur bréf og hann svarar o.sfrv. Og svo skrifar Mary Daisy Dinkle bók um þessi samskipti.

Þetta hljómar kanski ekki svo vel en samt nær Adam Elliot að gera myndina svo ógleymanlega og ég er ekki frá því að kaupa mér þessa mynd sem fyrst. Mary & Max á heima í hverju kvikmyndasafni, þannig að ef þú safnar kvikmyndum þá þarft þú að tékka á þessari

Philip Seymour Hoffman talar inná Max Jerry Horovitz og hann er með þessa rödd sem smellpassar inná þennann karekter og svo kemur Eric Bana við sögu þarna líka. Að horfa á Mary & Max er eins og að hlusta á Bítlalögin nema bara í kvikmynd = góð fullnæging og svo er þessi mynd nánast gallalaus sem er bara mjög góður kostur. Þegar ég heyrði fyrst af myndinni þá hugsaði ég með mér: "Hvað er fólk að reyna að láta mig horfa á eitthverja leir drama" Já hún er þess virði og meira en það, þetta er ógleymanlegt meistaraverk og mun lifa lengi í kvikmyndasögunni en samt eitt skil ég ekki ef ég ætti bíó þá myndi ég setja Mary & Max í sýningu og taka Big Momma´s House 3 úr bíó. Svona myndir þarf maður að hugsa um hvort maður ætti að setja í bíó en samt er hún kominn út á DVD (Sá hana í Nexus)

Einkunn: 9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn