Náðu í appið
Paranormal Activity

Paranormal Activity (2007)

"Don't See It Alone "

1 klst 26 mín2007

Katie og Micah eru ungt og nokkuð vel stætt par.

Rotten Tomatoes82%
Metacritic68
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Katie og Micah eru ungt og nokkuð vel stætt par. Eru þau tiltölulega nýflutt inn í fyrsta húsið sitt og virðist lífið brosa við því. Húsið virðist að öllu leyti venjulegt og selt sem hið fullkomna „upphafsheimili“ og er staðsett í rólegu úthverfi. Hins vegar hafa þau ekki búið lengi í því þegar þau fara að taka eftir því að það virðist einhvers konar andi eða nærvera vera búin að taka sér bólfestu í húsinu. Ásetningur þessa yfirnáttúrulega fyrirbæris er greinilega ekki mjög vinsamlegur og eru mestu lætin á nóttunni á meðan þau sofa, eða reyna það í það minnsta. Katie tekur þetta sérlega mikið inn á sig og vill að eitthvað sé gert til að losna við fyrirbærið. Því ákveða þau að reyna að komast til botns í málinu með því að festa upp myndavélar í íbúðinni til að taka upp það sem fram fer þegar þau sjá ekki til, en það sem kemur í ljós á upptökunum er ótrúlegra og skuggalegra en þau gátu ímyndað sér.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Monica Contini
Monica ContiniLeikstjóri

Framleiðendur

Blumhouse ProductionsUS
Solana FilmsUS
Paramount PicturesUS

Verðlaun

🏆

Independent Spirit Awards 2010: >Tilnefnd: Besta frumraun – Oren Peli

Gagnrýni notenda (2)

Vægast sagt óhugnanleg.

★★★★☆

"Paranormal Activity" er ekki ein af þessum venjulegu hryllingsmyndum sem maður sér nú til dags. Hún nýtir sér einmitt það óhugnanlegasta í hryllingsmyndum þ.e.a.s að hræða mann með þ...

Taugatrekkjandi og óþægileg

★★★★☆

Gleymið rugli eins og The Haunting in Connecticut! Paranormal Activity er draugamynd sem heldur betur notar hráefnin rétt, og það gerir hún með aðeins $15,000 dollara framleiðslukostnaði, se...