Surfer, Dude
2008
Fannst ekki á veitum á Íslandi
"love and waves, that's what we need in these dark days."
85 MÍNEnska
16
/100 Surfer, Dude er gamanmynd með Matthew McConaughey í aðalhlutverki og segir frá Steve Addington, sem er allt það sem brimbrettagaurar standa fyrir. Hann er svalur, afslappaður, ber að ofan, berfættur og skakkur megnið af tímanum. Hann lifir á tekjum fyrir að auglýsa brimbretti og brimbrettaklæðnað. Honum gengur reyndar svo vel í því starfi að viðskiptajöfurinn... Lesa meira
Surfer, Dude er gamanmynd með Matthew McConaughey í aðalhlutverki og segir frá Steve Addington, sem er allt það sem brimbrettagaurar standa fyrir. Hann er svalur, afslappaður, ber að ofan, berfættur og skakkur megnið af tímanum. Hann lifir á tekjum fyrir að auglýsa brimbretti og brimbrettaklæðnað. Honum gengur reyndar svo vel í því starfi að viðskiptajöfurinn og fyrrum brimbrettagaurinn Eddie Zarno hefur keypt samninginn hans og vill að Steve láti taka upp brettahreyfingar sínar til að nota í tölvuleik. Steve vill hins vegar bara njóta brimsins í friði frá hasarnum, en svo vill til að á sama tíma og Eddie byrjar að þrábiðja Steve um þennan greiða hverfur brimið vegna of rólegs veðurs. Margir dagar líða, en aldrei kemur brimið sem Steve þráir mest af öllu. Auk þess magnast krísa Steves þegar hann kynnist hinni fögru Danni, fyrrum aðstoðarmanni Eddies, og verður umsvifalaust ástfanginn.... minna