Náðu í appið

Futurama: The Beast with a Billion Backs 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi
90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics

Áhöfnin á Planet Express uppgötvar geimveru á stærð við plánetu, þakta sogörmum, sem vill eiga mök við alla íbúa Jarðar.

Aðalleikarar


Ég elska þættina en af einhverjum ástæðum var ég ekki nógu hrifinn af Bender´s Big Score. Væntingar voru því í lágmarki fyrir þessa. Í þessari mynd er svo old school sci fi vandamál að herja liðið. Það er rifa í geimnum í þeirri rifu er risavaxið skrímsli. Sagan minnti mig á 2001 og klassískar skrímslamyndir í anda Ray Harryhausen. Mér fannst þessi mynd betri en sú síðasta. Ég hló meira og mér sagan greip mig. Ég er almennt veikur fyrir sögum af þessari sort, þ.e. hreinræktuðum sci fi sögum. Auðvitað voru öll önnur element til staðar, Bender í rugli, Zoidberg í steik og Prófessorinn í svartsýniskasti. Fry eignast kærustu sem vill eiga marga kærasta, mér fannst það ágæt hliðarsaga en svo sem ekki frábær. Þegar skrímslið lætur til skara skríða þá spilast það öðru vísi en ég bjóst við, mjög fersk nálgun. Futurama aðdáendur munu væntanlega sjá allar þessar myndir hvort sem er annars mæli ég með þessari fyrir alla sci fi aðdáendur.

"Welcome. I am the pickled head of Stephen Hawking on a way cool rocket."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn