Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

DeepStar Six 1989

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Save Your Last Breath to Scream

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 17% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Starfsmenn í tilraunakjarnaorkustöð neðansjávar, þurfa að berjast fyrir lífi sínu þegar rannsóknir þeirra ónáða skepnu sem gæti eyðilagt bækistöð þeirra.

Aðalleikarar


Í kjölfar Alien kom fullt af eftirlíkingum í geimnum og nokkrar á Jörðinni og þá í sjónum. Árið 1989 komu út ÞRJÁR slíkar myndir, þ.e. The Abyss, Leviathan og DeepStar Six. Allar eru þær ólíkar hvað varðar skrímsli og verur. DeepStar Six fjallar um risa krabba sem ræðst á neðansjávar vísindastöð. Krabbinn er ekki geimvera, hann er einfaldlega lífvera sem var einangruð í neðanjarða helli sem vísindamennirnir opnuðu óvart. Ekki svo ótrúlegt. Jæja ok, það er fáranlegt en það er bara betra í svona myndum.

Þessi mynd er síst af myndunum sem ég nefndi að ofan en hún er samt sem áður mjög skemmtileg. Maður kemst í smá nostalgíu fýling. Leikararnir ofleika, skrímslið er gervilegt og handritið er klysjukennt. Það er samt einhver sjarmur sem er erfitt að skilgreina. Annað slagið koma svona myndir enn þann dag í dag. Þið munið eftir Sphere og The Deep Blue Sea, báðar ágætar. Hver er ykkar uppáhalds clostraphobic creature mynd? Ég myndi mögulega segja The Thing.

“Look at that mother.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn