Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Timecrimes er lítil spænsk spennumynd um tímaflakk. Ég hef alltaf verið veikur fyrir tímaflakki hvort sem það er Back To The Future, The Terminator eða Star Trek. Þessi mynd er hinsvegar meira í anda Primer en þær myndir. Hún fjallar um venjulegan mann, Hector, sem lendir algjörlega óvænt í því að ferðst aftur í tímann. Myndin er frumleg og skemmtileg. Eins og búast má við verður myndin flóknari eftir því sem dregur á. Þetta er gott dæmi um hvað er hægt að gera fyrir litla peninga. Mæli með þessari.
Mega spoiler fyrir forvitna:
Hector er á vappi í skógi fyrir utan heimili sitt þegar það er ráðist á hann með skærum af manni með sárabindi vafið um hausinn. Hann nær að flýja og endar á rannsóknarstofu þar sem honum er sagt að fela sig í tanki. Þegar hann kemur upp úr tankinum hefur hann ferðast aftur í tímann um 1 klst. Tilraunir til að breyta hlutunum enda í því að þrjár útgáfur af Hector verða til á þessu sama tímabili og hlutirnir verða ansi flóknir.
"Time flies around here."
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Magnolia Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R