Náðu í appið

Los cronocrímenes 2007

(Timecrimes)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

A Trip Back in Time... from Present to Crime

92 MÍNSpænska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
Rotten tomatoes einkunn 79% Audience
The Movies database einkunn 68
/100

Hector er venjulegur maður sem er að flytja í nýtt hús með eiginkonu sinni. Kvöld eitt, þegar hann er að horfa í gegnum sjónaukann sinn, þá sér hann nakta stúlku í skóginum. Hann ákveður að fara út og finnur stúlkuna liggjandi á steini. Skyndilega stingur maður með bleikt sárabindi vafið um andlitið, Hector í hendina með skærum.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Timecrimes er lítil spænsk spennumynd um tímaflakk. Ég hef alltaf verið veikur fyrir tímaflakki hvort sem það er Back To The Future, The Terminator eða Star Trek. Þessi mynd er hinsvegar meira í anda Primer en þær myndir. Hún fjallar um venjulegan mann, Hector, sem lendir algjörlega óvænt í því að ferðst aftur í tímann. Myndin er frumleg og skemmtileg. Eins og búast má við verður myndin flóknari eftir því sem dregur á. Þetta er gott dæmi um hvað er hægt að gera fyrir litla peninga. Mæli með þessari.

Mega spoiler fyrir forvitna:
Hector er á vappi í skógi fyrir utan heimili sitt þegar það er ráðist á hann með skærum af manni með sárabindi vafið um hausinn. Hann nær að flýja og endar á rannsóknarstofu þar sem honum er sagt að fela sig í tanki. Þegar hann kemur upp úr tankinum hefur hann ferðast aftur í tímann um 1 klst. Tilraunir til að breyta hlutunum enda í því að þrjár útgáfur af Hector verða til á þessu sama tímabili og hlutirnir verða ansi flóknir.

"Time flies around here."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn