Náðu í appið

Laid to Rest 2009

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
90 MÍNEnska

Ung stúlka vaknar upp í líkkistu með alvarleg höfuðmeiðsl, og man ekkert hver hún er. Hún áttar sig fljótlega á því að geðtruflaður raðmorðingi rændi henni, og nú þarf hún að lifa af nóttina í litlum bæ úti á landi, og snúa á morðingjann sem er staðráðinn í að ljúka við verkið sem hann byrjaði á.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Grímur eru mjög mikilvægar í ákveðnum tegundum hryllingsmynda, þ.e. slasher myndir. Hokkí gríma Jason Voorhees og William Shatner gríma Michael Myers eru þær frægustu. Chrome Skull gríma morðingjans í Laid To Rest er ein sú besta sem komið hefur í áraraðir, ja kannski síðan Leslie Vernon. Morðinginn í þessari mynd er geðveikur, uh bæði svalur og andlega geðveikur auðvitað. Hann er einn sá magnaðasti sem ég hef séð. Hann er með flotta hnífa og kann að nota þá. Þeim er hent og sögin er notuð með mjög áhrifaríkum hætti. Titillinn vísar í það að fórnalömbum er komið fyrir í líkkistum. Svo er hann með videomyndavél á öxlinni og sendir lögreglunni spólur af morðunum sínum, mjög sjúkt. Það sorglega er að Chrome Skull er það eina góða við þessa mynd.

Myndin er öll með áhugamanna brag. Kvikmyndatakan, hljóðið, tónlistin og leikurinn er allt í C klassa. Það er eina sem er flott eru brellur enda er leikstjórinn make-up sérfræðingur. Sagan er gjörsamlega ekki til staðar. Persónur eru eins grunnar og hægt er að hugsa sér og það er engin ástæða fyrir öllum látunum. Morðinginn gerir furðulega hluti til að fokka í fórnarlömbum sínum en það er aldrei útskýrt hvað vakir fyrir honum. Það virðist ekki vera hefnd eða neitt slíkt. Hann er einfaldlega alveg snar og segir aldrei orð.

Ég gat þolað að klára þessa mynd aðallega út af því hvað Chrome Skull er svalur. Nafnið er meira að segja flott. Ef einhver alvöru leikstjóri eins og Alexander Aja eða Greg Mclean gerðu mynd um hann gæti útkoman orðið eitthvað stórkostlegt. Þessi er bara fyrir sjúka blóðhunda sem er skítsama um sögu og persónusköpun, hey ég er ekki að dæma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn