Náðu í appið
Öllum leyfð

The Black Hole 1979

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

There is an inexorable force in the cosmos, a place where time and space converge. A place beyond man's vision...but not beyond his reach.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
Rotten tomatoes einkunn 45% Audience
The Movies database einkunn 52
/100

Rannsóknargeimfarið USS Palomino, finnur týnt geimskip, sem stjórnað er af dularfullum vísindamanni, á mörkum svarthols.

Aðalleikarar


Níu árum fyrir 2001, tveimur árum fyrir Star Wars og sama ár og Alien, kom sci-fi Disney myndin The Black Hole. Það er augljóst að áhrifin frá Star Wars eru mikil. Það eru geislabyssur, stór geimskip og ótrúlega pirrandi vélmenni sem er alltaf að koma með heims(ku)pekilegar athugasemdir eins og “a wolf remains a wolf, even if it has not eaten your sheep”. Þessi mynd er mjög vel gerð og hefur greinilega kostað sitt. Tæknibrellurnar voru flottar fyrir þennan tíma og módel af geimskipum mjög flott. Eitt af því sem fékk mig til að horfa á þessa er Robert Forster (úr Jackie Brown). Frábær leikari. Það eru annars engar stórstjörnur á svæðinu en flestir standa sig þó vel.

Spoiler – Myndin fjallar um áhöfn í geimskipi sem rekst á risastórt bandaríkst geimskip sem var talið týnt, a la Event Horizon. Geimskipið er alveg við svarthol. Áhöfnin fer inn og kemst að því að það er fullt af vélmennum þar inni og einn lifandi maður. Sá reynist vera frekar klikkaður vísindamaður sem ætlar sér að fara í gegnum svartholið í rannsóknarskyni. Seinna kemur í ljós að vélmennin eru í raun ekki öll vélmenni heldur leifar af gömlu áhöfninni. Þaðan fer allt í bál, brand og svarthol.

Mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og það kæmi mér ekki á óvart ef hún yrði endurgerð. Það er samt óþarfi af því að þessi hefur elst bara ágætlega fyrir utan pirrandi vélmennið. Áhugaverð mynd fyrir sci-fi aðdáendur.

“Something caused all this. But what caused... that cause?”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn