Náðu í appið
Pumping Iron

Pumping Iron 1977

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 72
/100

Hér á ferðinni mynd sem er bæði heimildarmynd og leikin heimildarmynd í bland, um það þegar Arnold Schwarzenegger stundar vaxtarrækt og æfir fyrir Hr. Olympía vaxtarræktarkeppnina, þar sem hann etur kappi við Lou Ferrigno.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Mig hafði lengi langað að sjá þessa. Eftir Bigger Stronger Faster ákvað ég að drífa í því. Arnold Schwarzenegger er hér á hápunkti líkamsræktar ferlinum, 28 ára og fimmfaldur Mr. Olympia meistari. Þessir kallar leggja rosalega mikið á sig og eru gjörsamlega obsessed í vöðvaiðju sinni. Arnold hefur viðurkennt að vera á sterum, allavega rétt fyrir þetta tímabil. Er það samt ekki bara til að svara ákveðinni eftirspurn? Viljum við ekki sjá þessa kalla STÓRA? Hvað segið þið?

Æfingarnar fyrir næstu Mr. Olympia keppni er eins og sena beint úr Rocky. Arnold í hlutverki Rocky og Lou Ferrigno sem andstæðingurinn. Lou er gaurinn sem lék Hulk í gömlu þáttunum og nágrannann í King of Queens þáttunum. Aðrir kraftakarlar eru t.d. Serge Nubret, Ed Corney og Franco Columbu. Mér fannst Arnold mjög kaldrifjaður þegar hann talaði um að vilja skemma fyrir andstæðingum sínum svo að hann myndi vinna. Mér fannst það sýna hugarfarið og kannski ástæðuna fyrir því að hann er góður pólitíkus. Ferrigno er sálfræðilega mjög lítill í sér sem kom mér á óvart. Arnold er greinilega náunginn sem allir eru hræddir við og hann veit það! Það er ótrúlegt að hlusta á það sem veltur upp úr honum.

Mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg. Það er enginn sögumaður og mér skilst að eitthvað af þessu sé skrifað (handrit). Það er enginn að reyna að gagnrýna þessa iðju, það er bara verið að segja ákveðna sögu og veita innsýn inn í þennan heim. Ragnhildur, þú hlýtur að hafa séð þessa. Hvað fannst þér um hana?

Arnold Schwarzenegger: “Franco is pretty smart, but Franco's a child, and when it comes to the day of the contest, I am his father. He comes to me for advices. So it's not that hard for me to give him the wrong advices.”

Arnold Schwarzenegger: “It's as satisfying to me as, uh, coming is, you know? As, ah, having sex with a woman and coming. And so can you believe how much I am in heaven? I am like, uh, getting the feeling of coming in a gym, I'm getting the feeling of coming at home, I'm getting the feeling of coming backstage when I pump up, when I pose in front of 5,000 people, I get the same feeling, so I am coming day and night. I mean, it's terrific. Right? So you know, I am in heaven.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn