Náðu í appið

Cannibal ferox 1981

(Make Them Die Slowly)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The most violent film ever made!

93 MÍNÍtalska

Þrír vinir ákveða að ferðast inn í Amazon frumskóginn til að reyna að afsanna að mannát eigi sér þar stað. En í staðinn hitta þeir tvo menn á flótta undan mannætum og fljótlega hefst blóðbaðið fyrir alvöru.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þessi mynd var bönnuð í 31 landi á sínum tíma og ekki af ástæðulausu. Hún er ansi nasty á köflum en hún er reyndar miklu meira en það. Ég bjóst við frekar heilalausri ræmu en það er plott í þessari mynd, þó hún sé kannski ekki beint The Silence of the Lambs. Myndin minnir mikið á Cannibal Holocaust, enda gerð 1 ári síðar. Líklega hefur planið verið að líkja eftir þeirri mynd og vonandi hennar velgengni. Sagan segir frá ungu fólki frá Bandaríkjunum sem fer í Amazon frumskóginn til að sanna eða afsanna tilvist mannætna. Þau hitta tvo Kana sem fullyrða að þeir hafi orðið vitni af mannáti en þeir reynast svo ekki alveg allir þar sem þeir eru séðir. Það eru fléttaðar senur úr New York við Amazon senurnar en þær bæta akkúrat engu við. Ef þeir hefðu bara sleppt því öllu saman hefði myndin verið þeim mun betri. Sumar senur í myndinni er mjög fyndnar. Ég veit ekki hvort að það var af ásettu ráði en ég hló samt sem áður.

Það er mikið um raunverulegt dýraofbeldi. Blettatígur drepur apa, anakonda drepur pokarottu og iguana eðla drepur snák. Maður hefur svo sem séð annað eins í dýralífsmyndum á RÚV. Svo er líka sýnt þegar innfæddir drepa skjaldböku og lítinn krókódíl. Það er algjörlega óþarfi af því að það kemur sögunni ekkert við, bara gert til að sjokkera. Annað ofbeldi er ansi brútal, held að ég hlífi ykkur við lýsingu. Mér finnst myndir frá þessu tímabili mjög skemmtilegar. Það er eitthvað sérstakt element við þær sem er erfitt að skilgreina. Það var varla til neitt sem hét taboo í svona myndum og það er stundum hressandi.

“..and then they ate his genitals”!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn